Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201902/487Landspítali

Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs

Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítala

Landspítali auglýsir lausa stöðu framkvæmdastjóra rannsóknarsviðs. Meginhlutverk rannsóknarsviðs er að sinna almennum og sérhæfðum þjónusturannsóknum á Landspítala, öðrum heilbrigðisstofnunum og læknastofum . Á sviðinu starfa lífeindafræðingar, geislafræðingar, læknar, náttúrufræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ritarar og aðrir starfsmenn. 

Á rannsóknarsviði eru átta sérgreinar lækningarannsókna. Þær eru blóðmeinafræði, erfða- og sameindalæknisfræði, klínísk lífefnafræði, líffærameinafræði, myndgreining, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði.

Menntun heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir eru mikilvægir þættir í starfsemi sviðsins, og sækja margar heilbrigðisstéttir hluta af menntun sinni á rannsóknarsviði, en nemendur í læknisfræði, geislafræði og lífeindafræði eru þar fjölmennastir, bæði á grunn- og framhaldsstigum.
Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) tilheyrir rannsóknarsviði skipulagslega. Hún hefur umsjón með rekstri og viðhaldi á öllum lækninga- og rannsóknartækjum auk þess að annast rekstur net- og tölvukerfa Landspítala.

Frá og með 1. mars 2019 tilheyrir Blóðbankinn rannsóknarsviði. Velta rannsóknarsviðs er 8,5 milljarðar og stöðugildi eru 454.

Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn spítalans. Framkvæmdastjórnin er teymi sem vinnur saman að stefnumótun og ber sameiginlega ábyrgð á spítalanum í heild. Framkvæmdastjórar eru ráðnir til fimm ára í samræmi við stefnu Landspítala um ráðningar stjórnenda.

Leitað er að kraftmiklum og reyndum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra að því að byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn spítalans. 

Helstu verkefni og ábyrgð
» Fagleg forysta um þjónustu við sjúklinga
» Forysta um uppbyggingu öryggismenningar og umbótastarfs
» Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð
» Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð á starfsmannamálum
» Ábyrgð á fjármálum, fjárhagsáætlun og rekstri
» Efling kennslu og vísindastarfs á spítalanum
» Samhæfing á starfsemi sviðs við önnur svið og stoðeiningar

Mögulegt er að sinna klínískri eða akademískri vinnu (10%) meðfram framkvæmdastjórastarfi.

Hæfnikröfur
» Brennandi áhugi á uppbyggingu Landspítala og innleiðingu stefnu spítalans
» Reynsla af umbótastarfi, teymisvinnu og breytingastjórnun í heilbrigðisþjónustu
» Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
» Mikil hæfni í tjáningu í ræðu og riti, á íslensku og ensku
» Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
» Háskólapróf á heilbrigðissviði auk viðbótarmenntunar sem nýtist í starfinu er skilyrði
» Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Gert er ráð fyrir að ráðningatímabil framkvæmdastjóra hefjist 1. september 2019 og er ráðning tímabundin til 5 ára, í samræmi við 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.

Mat á umsóknum verður í höndum valnefndar þar sem forstjóri Landspítala tekur virkan þátt, en forstjóri tekur ákvörðun um ráðningu í starfið. 
Áætlað er að fyrstu viðtöl vegna ráðningarinnar verði haldin á tímabilinu 29. apríl - 17. maí og lokaviðtöl ásamt kynningum á framtíðarsýn fari fram 20.-24. maí. 

Samtímis eru nú auglýstar lausar til umsóknar fjórar aðrar stöður framkvæmdastjóra klínískra sviða og eru umsækjendur hvattir til að sækja um fleiri en eina stöðu, í samræmi við reynslu og bakgrunn.

Umsækjendur eru beðnir að skila ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi, er innihaldi framtíðarsýn umsækjanda og rökstuðning fyrir hæfni til að gegna tiltekinni stöðu. Umsækjendur sem vilja sækja um fleiri en eina stöðu eru beðnir að skila sérstöku kynningarbréfi fyrir hverja stöðu.

Landspítali er fjölmennasti vinnustaður landsins með hátt í 6000 starfsmenn. Spítalinn hefur víðtæku hlutverki að gegna sem aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús, og veitir bæði almenna og sérhæfða þjónustu, auk þess að vera miðstöð menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Gildandi skipurit spítalans byggist á sjö klínískum sviðum og fjórum stoðsviðum. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur.

Hér má sjá skipurit spítalans

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Páll Matthíasson - [email protected] - 543 1104
Ásta Bjarnadóttir - [email protected] - 543 1330


Landspítali
Skrifstofa forstjóra
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira