Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið201903/562Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

Þjónustufulltrúi

Þjónustufulltrúi

Leitað er að metnaðarfullum og lausnamiðuðum þjónustufulltrúa í Þjónustudeild embættisins en deildin er hluti af sviði Stoðþjónustu og greiningar. Sviðið er ein af stoðdeildum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sér um víðtæka þjónustu við starfsemi lögreglu. Þar starfar fólk með ólíka reynslu og þekkingu á sviði innri og ytri þjónustu.

Verkefni embættisins eru fjölbreytt og krefjandi, fjöldi starfsfólks er um 380 en þar af eru embættismenn hátt í 300 talsins. Nánari upplýsingar um embættið má nálgast á heimasíðunni, http://www.lrh.is

Helstu verkefni og ábyrgð
Dagleg umsýsla rafrænna erinda, uppsetning og ábyrgð á rafrænum eyðublöðum. Ýmis önnur verkefni sem snúa að móttöku og miðlun upplýsinga, s.s símsvörun, upplýsingagjöf og skráningar í tölvukerfi. 

Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins

Hæfnikröfur
Lipurð í mannlegum samskiptum, kurteisi og þjónustulund áskilin.
Sveigjanleiki og áhugi á að læra auk færni í að tileinka sér nýjungar. 
Vandvirkni og nákvæmni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum og stundvísi.
Stúdentspróf, samsvarandi menntun eða reynsla sem nýtist vel í starfi. 
Góð, almenn tölvukunnátta (Word og Excel). 
Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri.
Flekklaust mannorð.

Þess er vænst að umsækjendur hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa eiginleika og færni.
Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og útskýrir atriði í ferilskrá betur, eftir því sem hann telur þörf á. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur eru ekki teknar til greina.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Þórir Ingvarsson - [email protected] - 444-1000
Eygló Huld Jónsdóttir - [email protected] - 444-1000

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Þjónustudeild sameiginlegt
Hverfisgata 115
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira