Hoppa yfir valmynd
Önnur störfReykjavík/Keflavík201903/559Tollstjóri

Tollverðir

Tollvörður-spennandi starf í lifandi umhverfi

Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli eru lausar til umsóknar hjá embætti Tollstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi störf sem henta jafnt konum sem körlum. Í tengslum við ráðningu þarf að þreyta þríþætt inntökupróf, bæði skriflegt og líkamlegt, en nánari upplýsingar um það er að finna á www.tollur.is. Gera má ráð fyrir að þeir sem kallaðir verða í inntökupróf mæti 28. eða 29. mars.

Helstu verkefni og ábyrgð
Greiningu á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnslu gagna
Sérhæfðar leitir svo sem í bílum, með hundum, gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv. 
Almennt tolleftirlit á vettvangi svo sem í skipum, flugvélum, bílum, gámum, póstsendingum og með farþegum

Hæfnikröfur
Stúdentspróf eða menntun sem má meta til slíks náms.
Greiningarhæfileikar
Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
Hæfni í mannlegum samskiptum. 
Almenn ökuréttindi.
Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Tollvarðafélag Íslands hafa gert.
Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.

www.tollur.is/laus-storf

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ársæll Ársælsson - [email protected] - 5600300
Guðrún Sólveig Ríkarðsd Owen - [email protected] - 5600300

Tollstjórinn
Tollasvið Tollstöð Suðurnesjum
Keflavík
235 Keflavíkurflugvöllur


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira