Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201903/502Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri á dag- og göngudeild augnlækninga

Aðstoðardeildarstjóri á dag- og göngudeild augnlækninga

Á dag- og göngudeild augnlækninga, Eiríksgötu 37, er laus til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra. Við leitum að metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun skurðsjúklinga, stjórnun, ásamt gæða- og umbótastarfi. 
Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust 1. ágúst 2019 eða eftir samkomulagi og veitist tímabundið til 2ja ára. Unnið er í dagvinnu.

Á deildinni starfar kraftmikill hópur sem sinnir sjúklingum með margvíslega augnsjúkdóma. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. 
Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafi samband við Dögg deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Aðstoðardeildarstjóri er nánasti samstarfsmaður deildarstjóra og vinnur að skipulagningu á starfsemi deildar í samráði við hann
» Ber ábyrgð á rekstri og mönnun deildar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
» Er leiðandi í klínísku starfi og framþróun hjúkrunar á deild
» Ber ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum eru falin
» Er leiðandi í umbótastarfi á deildinni

Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Faglegur metnaður
» Starfsreynsla í hjúkrun
» Reynsla af hjúkrun augnsjúklinga kostur
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Framhalds - eða viðbótarmenntun er æskileg, ekki skilyrði
» Stjórnunarþekking og leiðtogahæfni 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Dögg Harðardóttir - [email protected] - 543 7119/ 824 5635

Landspítali
Dag- og göngudeild augnlækninga
Eiríksgötu 37
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira