Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaNorðurland201903/575Sjúkrahúsið á Akureyri

Forstöðulæknir

Forstöðulæknir

Laus er til umsóknar staða forstöðulæknis lyflækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Staðan veitist frá 1. apríl 2019 eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins, er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. SAk leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Forstöðulæknir lyflækninga stjórnar lyflækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og er leiðandi um fagleg læknisfræðileg málefni. Hann fer með verkstjórn yfirlækna, sérfræðinga, almennra lækna og annara starfsmanna sem undir hann heyra. Hann ber ábyrgð á skipulagi vinnu- og vaktafyrirkomulags og mönnun í samræmi við markmið um rekstur, fjárhagsramma og hagkvæma nýtingu mannafla. Hann starfar einnig sem sérfræðingur á sviðinu eftir því sem aðstæður leyfa. 

Hæfnikröfur
Fullgilt lækningaleyfi og sérfræðiréttindi. Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnun, hafi hæfni á sviði samskipta og samvinnu og sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsögn stöðunefndar lækna sjúkrahússins og stöðunefndar Embættis landlæknis. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa eftir því sem við á.

Stöðunefnd lækna, sbr. 35. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, metur hæfni umsækjenda.

ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn og setja viðhengi, en ýtarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. Sjúkrahúsið á Akureyri er reyklaus vinnustaður.

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI

Sjúkrahúsið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni

Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Alice Harpa Björgvinsdóttir - [email protected] - 4630100

Sjúkrahúsið á Akureyri
Lyflækningar
Eyrarlandsvegi
600 Akureyri


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira