Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201903/605Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið

Forstjóri Samgöngustofu


Forstjóri Samgöngustofu

Við leitum að framsýnum leiðtoga með brennandi áhuga á þróun og framtíð samgöngumála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs. Ráðherra skipar forstjóra Samgöngustofu til fimm ára frá 6. ágúst nk.

Forstjóri Samgöngustofu stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Hjá Samgöngustofu starfa 150 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Stofnunin fer með stjórnsýslu, öryggismál og eftirlit á sviði flugmála, umferðar- og vegamála, siglinga- og hafnamála. Meðal annarra verkefna Samgöngustofu eru rannsóknir, greining og þróun á starfssviðinu ásamt fræðslu og upplýsingamiðlun um samgöngumál.

Hæfniskröfur:
Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi.
Árangursrík reynsla af stjórnun, rekstri, stefnumótun og áætlanagerð.
Færni til að vinna að umbótum. 
Reynsla af alþjóðasamstarfi kostur.
Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg.
Góð hæfni til samvinnu og í samskiptum.

Umsókn skal fylgja stutt kynningarbréf um hvers vegna sótt um starfið og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í starfi forstjóra Samgöngustofu.

Fjármálaráðherra ákvarðar föst laun í dagvinnu og önnur laun sbr. 39. gr. a. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um auglýst starf. 

Upplýsingar um embættið veitir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, í síma 545 8200. 

Umsóknum skal skila rafrænt á [email protected] Umsóknarfrestur er til mánudagsins 1. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir.


 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira