Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201903/666Háskóli Íslands

Nýdoktor í vélaverkfræði

Nýdoktor í vélaverkfræði, Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands 

Fullt starf nýdoktors innan Vélaverkfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er opin til umsóknar. Staðan er fjármögnuð í til eins árs með möguleika á framlengingu í ár úr sjóði Horizon 2020 rammaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið er á sviði tæringarvísinda og verkfræði með áherslu á að prófa tæringarþol efna fyrir frumlega borunartækni fyrir jarðhitakerfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Heiti verkefnis og lýsing
"Tæringarprófanir með háhita þrýstibúnaði og rannsóknir á áraun efna fyrir bortækni fyrir jarðhitaborholur" 

Verkefnið er hluti af 3 ára rannsóknarverkefni sem kallast Geo-Drill þar sem markmiðið er að þróa frumlega borunartækni sem mun minnka kostnað við djúpjarðhitaborun, með markmiðsdýpt ~5 km og hitastig ~250°C og hærra.
Það eru 12 þátttakendur í þessu verkefni, frá 7 löndum sem eru Bretland, Danmörk, Noregur, Frakkland, Ítalía, Spánn og Ísland.
Í verkefninu verða prófuð ýmis nýlega þróuð tæringarþolin efni á rannsóknarstofu efna- og tæringarannsókna við Háskóla Íslands til að bera kennsl á bestu efnin fyrir ýmsa hluta nýrrar borunartækni í jarðhitaumhverfi. 

Efnin verða framleidd af samstarfsaðilum innan Geo-Drill verkefnisins og síðan tæringarprófuð í hermdu jarðhitaumhverfi í þrýstikútum Háskóla Íslands til að prófa tæringarþol. 

Megináhersla þessa starfs verður rekstur háhita þrýstikúta fyrir tæringarprófanir á Efnis- og Tæringarrannsóknarstofu við Háskóla Íslands. Þetta felur m.a. í sér rekstur þrýstikúta og þróun á tilraunatækni, þ.e. stýring á rannsóknartækinu til að líkja eftir efnasamsetningu og ástandi jarðhitavökva á krítiskum stöðum í jarðvarmavinnslu, og greiningartækni fyrir tæringarrannsóknir í hermdu jarðhitaumhverfi. Niðurstöðurnar verða birtar í alþjóðlegum tímaritum á tengdum sviðum.

Hæfnikröfur
>> Doktorsgráða af einu af eftirfarandi sviðum: vélaverkfræði, efnisverkfræði, kjarnorkuverkfræði, efnaverkfræði, jarðefnafræði eða tengdum sviðum.
>> Reynsla af notkun háhita þrýstikúta (e. autoclave).
>> Reynsla af tæringarrannsóknum.
>> Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
>> Rannsóknarhæfni s.s. birting ritrýndra greina, veggspjalda og kynninga.
>> Góð gæfni í ensku í skrifuðu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Starfið hefst í ágúst 2019. Ráðið er til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár ef áframhaldandi styrkur fæst. 

Umsókninni skal fylgja i) kynnisbréf (1-2 bls) þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað hann/hún hefur fram að færa við mótun og vinnslu þess. Til viðbótar skal fylgja; ii) ferilskrá, iii) afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám), iii) tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila.

Tilvísanir í ritverk úr fyrri verkefnum og tengdum rannsóknum: 

1. S.N. Karlsdottir, S.M. Hjaltason, K.R. Ragnarsdottir. ¿Corrosion behaviour of materials in hydrogen sulphide abatement system at Hellisheiði geothermal power plant¿, Geothermics, [70], 222-229 (2017).
2. S.N. Karlsdottir, T. Jonsson, A. Stefansson. ¿Corrosion behavior of high-alloy austenitic stainless steel in simulated geothermal environment¿ In: proceedings of CORROSION 2017 (paper no. 9280).
3. K.R. Ragnarsdottir, S.N. Karlsdottir, K. Leosson, A. Arnbjornsson, S. Guðlaugsson, H.O. Haraldsdottir, I. Csaki, G. Popescu, A. Buzaianu, ¿Corrosion testing of coating materials for geothermal turbine application¿, In: proceedings of CORROSION 2017 (paper no. 9185).
4. T. Jonsson, A. Í. Thorhallsson, A. Stefansson, S.N. Karlsdottir. ¿Preliminary Corrosion Testing of Nickel Alloys in Simulated High Temperature Geothermal Environment¿, In: Proceedings of the 42nd Workshop on Geothermal Reservoir Engineering, Stanford University, Stanford, California, February 13-15, (2017).
5. S.N. Karlsdottir, K.R. Ragnarsdottir, I.O. Thorbjornsson, A. Einarsson. ¿Corrosion testing in superheated geothermal steam in Iceland,¿ Geothermics, [53], 281-290, (2015). 
6. S.N. Karlsdottir, K.R. Ragnarsdottir, A. Moller, I.O. Thorbjornsson, A. Einarsson. ¿On-site erosion¿corrosion testing in superheated geothermal steam,¿ Geothermics, [51], 170-181 (2014). 
7. S.N. Karlsdottir. ¿Corrosion, Scaling and Material Selection in Geothermal Energy Production¿ Elsevier, pp. 239-256, Book Title: Comprehensive Renewable Energy, 1st Edition, Editor in Chief : A. Sayigh. Editor for Geothermal energy T.I. Sigfusson, date of publication: 05 May 2012, ISBN: 9780080878720. (2012).

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi. Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Sigrún Nanna Karlsdóttir - [email protected] - 525 5310
Danyil Kovalov - [email protected] - 525 5310

Háskóli Íslands
Véla-og iðnaðarverkfræði,rannsóknir
Hjarðarhaga 2-6
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira