Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201903/748Heilbrigðisráðuneytið

Skjalastjóri

Starf skjalastjóra

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir hér með laust til umsóknar starf skjalastjóra á skrifstofu rekstrar og innri þjónustu.

Helstu verkefni:
Ábyrgð og daglegur rekstur málaskrár og skjalasafns ráðuneytisins.
Þróun skjalastefnu og verklags við skjalastjórn. 
Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk varðandi skráningu og leitir í málaskrá.
Umsjón með móttöku, skráningu, varðveislu og frágangi skjala. 
Eftirfylgni með skjalaskráningu og vinnslu mála í málaskrá. 
Umsjón með bókasafni.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf í upplýsingafræði; sérhæfing í skjalastjórn æskileg.
Þekking og reynsla af skjalastjórn nauðsynleg. 
Reynsla af verkefnastjórnun og innleiðingu skjalastjórnarkerfa kostur.
Ábyrgð, nákvæmni, vandvirkni og skipulagshæfni. 
Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
Hæfni í að miðla upplýsingum með skýrum hætti í ræðu og riti.
Mjög gott vald á íslensku er skilyrði.
Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli.
Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 6. maí 2019. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.  Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veita Kristín Hagalín Ólafsdóttir skjala- og upplýsingastjóri, [email protected]  og Böðvar Héðinsson skrifstofustjóri, [email protected]  í síma 545-8700.

Heilbrigðisráðuneytinu, 30. mars 2019.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira