Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201904/752Landspítali

Deildarlæknar - bráðamóttaka

Deildarlæknar óskast á bráðamóttöku við Landspítala

Lausar eru til umsóknar stöður deildarlækna á bráðamóttöku við Landspítala í Fossvogi. Stöðurnar eru veittar frá 6 mánuðum til allt að tveggja ára frá 1. september 2019 eða eftir samkomulagi. Um fullt starf og nám er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Þjálfun í bráðalækningum með þátttöku í klínísku starfi
» Vinna og nám á bráðadeildum LSH, G2 og G3 í Fossvogi
» Kennsla kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
» Þátttaka í vísindavinnu

Hæfnikröfur
» Almennt lækningaleyfi
» Áhugi á að starfa við bráðalækningar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Um er að ræða 4 stöðugildi. 

Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um námsferil og fyrri störf. Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Jón Magnús Kristjánsson - [email protected] - 848 8598

Landspítali
Bráðalækningar
Fossvogi
108 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira