Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201904/853Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur

 
Sérfræðingur

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í umbroti á sviði rekstrar.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. 
Markmið og hlutverk sviðsins er að skapa umhverfi og aðbúnað sem gerir Seðlabankanum kleift að uppfylla hlutverk sitt sem best á hverjum tíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Umbrot á ritum bankans.
- Útlitshönnun prent-, skjá- og vefefnis.
- Framsetning upplýsinga á myndrænu formi, glærugerð og línurit. 
- Þátttaka í mótun hönnunarstaðals bankans.
- Sæti í samstarfshópi um þróun vefmála.

Hæfnikröfur
- Grafískur hönnuður eða sambærilegt nám.
- Reynsla í grafískri hönnun og frágangi verkefna í prent.
- Góð þekking á InDesign, Photoshop, Illustrator, Acrobat Pro, Power Point ,Word og Excel.
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi.
- Frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og metnaður í starfi.
- Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
- Góð þjónustulund.

Frekari upplýsingar um starfið
Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is en umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2019. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Sveinn Blöndal, forstöðumaður, netfang: [email protected] og Íris Guðrún Ragnarsdóttir, mannauðsstjóri, netfang: [email protected].

Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira