Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið201904/819Landspítali

Læknaritari - Miðstöð um sjúkraskrárritun

Læknaritari

Starf læknaritara á Miðstöð um sjúkraskrárritun er laust til umsóknar. Deildin er staðsett í Kópavogi og fer þar fram ritun sjúkraskrár fyrir sérgreinar á Landspítala. Þar starfar fjölmennur hópur læknaritara og skrifstofumanna við fjölbreytt verkefni. Starfið er unnið í vaktavinnu.

Áhersla er á teymisvinnu og góða þjónustu við klíníska starfsmenn með gæði, öryggi og stefnu LSH að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Ritun sjúkraskráa fyrir Landspítala
» Fagleg ábyrgð á skrifum og gögnum sem fylgja sjúkraskýrslum

Hæfnikröfur
» Frumkvæði og metnaður í starfi
» Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Jákvætt viðmót
» Gott vald á íslensku og ensku
» Löggilding í læknaritun

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. 

Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Selma Guðnadóttir - [email protected] - 543 7260


Landspítali
Miðstöð um sjúkraskrárritun
Kópavogsgerði 2
200 Kópavogur


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira