Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaNorðurland201905/949Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Læknir - Sauðárkrókur

Læknir

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki óskar eftir lækni til starfa.

Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem og út fyrir stöðina. 

Næsti yfirmaður er yfirlæknir á starfstöð.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Almennar lækningar og heilsuvernd
- Vaktþjónusta
- Læknisþjónusta á sjúkra- og hjúkrunarsviði
- Kennsla starfsfólks og nema
- Þróun og teymisvinna

Hæfnikröfur
- Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði. 
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni, óskað er meðmæla
- Faglegur metnaður í starfi og árangursmiðuð viðhorf
- Áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi
- Ökuleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti eða staðfestingu á Íslensku lækninaleyfi. Kostur er að stofnuninni berist staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, meðmælum og viðtölum við umsækjendur. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast í tvíriti til mannauðsstjóra HSN, Sauðárhæðum, 550 Sauðárkróki.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila.

Þær heilbrigðisstofnanir sem mynduðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands voru eftirfarandi stofnanir:

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilsugæslan á Akureyri, Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.

Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Á upptökusvæðinu búa um 35.000 manns og starfsmannafjöldi er rúmlega 520 talsins. Heildarvelta HSN er um ríflega 5,3 milljarðar króna. 

Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.06.2019

Nánari upplýsingar veitir
Þorsteinn M Þorsteinsson - [email protected] - 455 4000
Örn Ragnarsson - [email protected] - 455 4000


Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Sauðárkrókur Heilsugæsla læknar
Sauðárhæðir
550 Sauðárkrókur


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira