Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201905/1105Háskóli Íslands

Nýdoktor

Nýdoktor, Skilningur og framfarir, í vísindum og víðar, Heimspekistofnun, Háskóli Íslands

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um nýdoktorsstöðu við Heimspekistofnun, Hugvísindasviði, tengt rannsóknaverkefninu, Skilningur og framfarir, í vísindum og víðar (Understanding Progress, in Science and Beyond) sem styrkt er af Rannsóknasjóði (RANNÍS) til þriggja ára.

Verkefnislýsing:

Meginmarkmið þessa verkefnis er (i) að þróa og rökstyðja nýja heimspekilega kenningu um vísindalegar framfarir skilningskenninguna og (ii) að kanna hvort sambærileg kenning geti átt við um framfarir í heimspekinni sjálfri. Skilningskenningin um framfarir er frábrugðin þeim þremur kenningum um vísindalegar framfarir sem nær öll fræðileg umfjöllun hefur hverfst um, en þær kenningar tengja vísindalegar framfarir ýmist við þekkingu, sannleiksnálgun eða getuna til að takast á við vísindaleg úrlausnarefni. Þetta verkefni mun tengja saman rannsóknir á eðli skilnings annars vegar og framförum í vísindum og heimspeki hins vegar með það að markmiði að þróa heildstæða kenningu um slíkar framfarir á grundvelli skilningshugtaksins.

Skilningskenningin kveður í grófum dráttum á um að framfarir í vísindum og heimspeki felist í því að auka skilning okkar á þeim fyrirbærum sem um er að ræða. Þessi kenning var nýlega sett fram sem kenning um vísindalegar framfarir af verkefnisstjóra þessa verkefnis, Finni Dellsén, og verður litið á hana sem vinnutilgátu verkefnisins. Stuðst verður við þekktar aðferðir úr vísindaheimspeki og þekkingarfræði og færð rök fyrir því að þessi heimspekilega kenning um framfarir hafi marga kosti umfram hinar kenningarnar þrjár, svo sem hvað varðar kerfisbindingu vísindalegrar og heimspekilegrar þekkingar, þekkingarfræðilegt gildi skilnings og sá háttur fræðimanna að líta vísvitandi framhjá þáttum sem flækja vísindaleg og heimspekileg líkön.

Verkefnisstjóri er Finnur Dellsén (Háskóli Íslands), en Insa Lawler (UNC Greensboro) er meðrannsakandi í verkefninu. Meðal samstarfsaðila í verkefninu eru Alexander Bird (KCL), Henk de Regt (VU Amsterdam), Catherine Elgin (Harvard), Alison Hills (Oxford), Milena Ivanova (Cambridge), Kareem Khalifa (Middlebury), Ilkka Niiniluoto (Helsinki), Daniel Stoljar (ANU) og Michael Strevens (NYU).

Nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu verkefnisins: https://understandprogress.wordpress.com/

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefni nýdoktorsins fela m.a. í sér að sækja fundi rannsóknateymisins, vinna að birtingu niðurstaðna rannsóknarinnar, flytja erindi á viðeigandi vísindaráðstefnum og fundum og aðstoða við daglegan rekstur verkefnisins. Gert er ráð fyrir að nýdoktorinn vinni með rannsóknarteymi sem samanstendur meðal annars af verkefnisstjóra verkefnisins, Finni Dellsén, og meðrannsakanda þess, Insu Lawler, ásamt þeim alþjóðlegu samstarfsaðilum sem nefndir eru hér að ofan.

Ætlast verður til þess að nýdoktorinn eyði meirihlutann af vinnutíma sínum við Háskóla Íslands til að efla samstarf innan verkefnisins.

Hæfnikröfur

>>Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á sl. fimm árum miðað við upphafsdag styrksins (tekið er tillit til þess ef veikindi, fæðingarorlof o.þ.h. hafa haft áhrif feril umsækjanda)
>>Góð enskukunnátta í bæði rituðu og töluðu máli er skilyrði. Íslenskukunnátta er hins vegar ekki skilyrði.
>>Umsækjendur með rannsóknarbakgrunn tengdum sviði rannsóknar verða í forgangi. Því er æskilegt að umsækjendur hafi stundað rannsóknir á sviði vísindaheimspeki, þekkingarfræði eða í heimspeki heimspekinnar (e. meta-philosophy).

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að umsækjandi geti hafið störf á bilinu 1. september 2019 til 1. janúar 2020.

Með umsókn skulu fylgja:
>>Akademísk ferilskrá (CV)
>>Yfirlýsing um rannsóknaráform (allt að 500 orðum)
>>Fræðilegt ritsýni (t.d. fræðigrein eða bókarkafli)
>>Staðfestingar á prófgráðum (MA-gráða og doktorsgráða)
>>Tvö til þrjú meðmælabréf (þau má senda beint á netfangið [email protected])

Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.07.2019

Nánari upplýsingar veitir

Finnur Ulf Dellsén - [email protected] - 525 4000
Eiríkur Smári Sigurðarson - [email protected] - 525 4000

Hugvísindasvið
v/Suðurgötu
101 Reykjavík

Sækja um starf

Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira