Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfNorðurland201906/1192Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Rannsóknarlögreglumaður - Akureyri

Rannsóknarlögreglumaður – Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu rannsóknarlögreglumanns við embættið, um er að ræða fullt starf  og verður starfsstöð á Akureyri.  

Ábyrgð og helstu verkefni:  Leiða af hlutverki lögreglu, eins og það er skilgreint í 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, og 9. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar. Á verksviði og ábyrgð rannsóknarlögreglumanns eru rannsóknir viðameiri og flóknari mála, þar á meðal tæknirannsóknir, sem vegna eðlis krefjast aukinnar sérþekkingar, verkstjórn hóps lögreglumanna við rannsókn mála þegar það á við, og náið samstarf við ákærendur og eftir atvikum aðstoð við undirbúning saksóknar.  

Menntunar- og hæfnikröfur: Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanámi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um starfstig innan lögreglunnar skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti tvö ár frá því að hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja reynslu af rannsóknum og þekkingu á helstu rannsóknaraðferðum. Jafnframt er æskilegt að umsækjandi hafi lokið sérnámskeiði fyrir rannsóknarlögreglumenn frá Lögregluskóla ríkisins eða Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar.  Góð þekking á landskerfum lögreglu og staðgóð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg, en einnig er tungumálakunnátta kostur. Nauðsynlegt er að viðkomandi búi yfir skipulagshæfni og vandvirkni í vinnubrögðum, sýni frumkvæði og sjálfstæði í starfi og hafi yfir að búa færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í hóp. Leitað er að einstaklingum með reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa hæfileika.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum eða á lögregluvefnum www.logreglan.is, undir liðnum eyðublöð. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, ásamt ljósriti af prófskírteinum og öðrum gögnum skal skilað á netfangið [email protected] eða til Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Þórunnarstræti 138, 600 Akureyri. 

Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem gerst hefur sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsingar úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a lögreglulaga nr. 90/1996.  

Umsóknarfrestur er til og með 24. júní 2019. 

Ráðningarkjör samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%, með bakvaktaskyldu.

Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri skipi í setji í stöðuna til fimm ára frá og með 1. september 2019. 

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. 

Athygli er vakin á að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar veita Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn og Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í síma 444-2800. 

Akureyri, 6. júní 2019.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki