Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201907/1330Háskóli Íslands

Nýdoktor - LC-MS efnaskiptamynsturgreining í blábakteríum sem uppspretta lífvirkra efnasambanda gegn offitu og offitutengdum sjúkdómum

Nýdoktor - LC-MS efnaskiptamynsturgreining í blábakteríum sem uppspretta lífvirkra efnasambanda gegn offitu og offitutengdum sjúkdómum 

Lyfjafræðideild Háskóla Íslands auglýsir fullt starf nýdoktors til tveggja ára. Gert er ráð fyrir að nýdoktorinn vinni að þróun á LC-MS efnaskiptamengjafræði (metabolomic) fyrir greiningu á blábakteríustofnum (cyanobacteria strains) sem uppsprettu á lífvirkum efnasamböndum gegn offitu og offitutengdum sjúkdómum. Efnabygging nýrra efnasambanda verður staðfest með kjarnsegulgreiningu (NMR).

Nýdoktorinn mun vinna náið með stjórnanda verkefnisins, dr. Margréti Þorsteinsdóttur prófessor og dr. Elvari Viktorssyni við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Aðrir samstarfsaðilar eru dr. Finnur Freyr Eiríksson, framkvæmdarstjóra ArcticMass, dr. Ralph Urbatzka (CIIMAR, Interdisciplinary Centre of Marine and Environmental Research, Portúgal), dr. Susana Cristobal (University Linkoeping, Svíþjóð), dr. Siegfried Ussar (Helmholtz Centre Munich, Þýskalandi) og dr. Hjalti Kristinsson. Nýdoktorstaðan er að fullu fjármögnuð af The European ERA-NET MB project CYANOBESITY (https://cyanobesity.ciimar.up.pt), sem heyrir undir Tækniþróunarsjóð, Rannsóknamiðstöð Íslands.

Offita er flókinn efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af fitusöfnun í og á meðal mismunandi líkamshluta og tengist heilsufarsvandamálum eins og háþrýstingi, háu kólesteróli, sykursýki af tegund tvö, hjarta- og æðasjúkdómum, kæfisvefni, öndunarerfiðleikum (astma), stoðkerfissjúkdómum (liðagigt) og ákveðnum tegundum krabbameina. Offita er heimsfaraldur og algengi hennar færist í aukana og þar með einnig þörfin fyrir nýjum læknisfræðilegum úrræðum til að koma í veg fyrir og stjórna þróun þessa ástands. Undanfarin ár hafa vísindamenn unnið að því að finna ný efnasambönd úr nokkrum náttúrulegum uppsprettum, bæði á/úr sjó og á landi (eða; úr jarðvegi), sem sýna virkni gegn offitu. Blábakteríur (cyanobacteria) eru tilvalin uppspretta fyrir leit að nýjum lífvirkum efnum og næringarefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Helsta rannsóknaverkefni nýdoktorsins er að þróa LC-MS mælingar fyrir efnaskiptamengjafræði (metabolomics) fyrir skimun á nýjum efnasamböndum úr mismunandi blábakteríustnum með virka gegn offitu og offitutengdum sjúkdómum (offitu, fitusjúkdómur í lifur, sykursýki, matarlyst og blóðfituhækkun). Efnafræðileg uppbygging hinna nýju efnasambanda sem hafa áhrif á lífvirkni verður einangruð með því að nota massagreiningar og kjarnsegulgreiningar.

Rannsóknir verða framkvæmdar við Lyfjafræðideild Háskóli Íslands og við massagreingadeild hjá ArcticMass í Reykjavík. kjarnsegulmælingar og ræktun blábaktería er fer fram hjá CIIMAR, í Portúgal.

Hæfnikröfur
>>Doktorsgráða á sviðiá sviði efnagreiningar, lífefnafræði, lífvísinda, lyfjavísinda og tæknifræði, eða skyldum greinum.
>>Reynsla af fituefnaskiptamengjafræði, efnaskiptamengjafræði, massagreiningu, og lífupplýsingafræði er æskileg. 
>>Reynsla af skrifum vísindagreina er skilyrði.
>>Reynsla af forritun/skriptun (til dæmis MATLAB, Python, R) er æskileg.
>>Viðkomandi verður að geta tjáð sig reiprennandi á ritaðri og talaðri ensku. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá, bréf sem tilgreinir rannsóknareynslu og markmið í starfi, lista yfir ritrýndar birtingar, auk nafna, síma og netfanga tveggja akademískra meðmælenda.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir get gilt í sex mánuði frá loknum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.08.2019

Nánari upplýsingar veitir
Margrét Þorsteinsdóttir - [email protected] - 525 4000


Háskóli Íslands
Lyfjafræðideild kennsla/rekstur
v/Vatnsmýrarveg
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira