Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfSuðurnes201907/1342Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Saksóknarfulltrúar

Brennur þú fyrir lögfræðilegum áskorunum, krefjandi verkefnum og skemmtilegum vinnustað? Við leitum að tveimur framúrskarandi lögfræðingum í störf saksóknarfulltrúa hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Starfið er mjög fjölbreytt, krefjandi og reynir mikið á samskipti og kraftmikil vinnubrögð. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um

Helstu verkefni og ábyrgð
Saksóknarfulltrúar sem ákærendur eru lögreglustjóra til aðstoðar við framkvæmd ákæruvalds samkvæmt skilgreiningu laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Hlutverk þeirra er að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmætum viðurlögum. Ákærendum ber að leiðbeina lögreglumönnum um framkvæmd rannsóknar og gefa fyrirmæli um framkvæmd hennar eftir því sem við á, sem og að tryggja að fylgt sé fyrirmælum laga um rannsóknir mála og að gætt sé grundvallarmannréttinda við rannsóknir. Að lokinni rannsókn tekur ákærandi ákvörðun um afdrif máls.

Sjá nánar um hlutverk ákærenda: https://www.rikissaksoknari.is/um-akaeruvaldid/um-akaeruvaldid/

Hæfnikröfur
Skilyrði:
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði frá viðurkenndri menntastofnun
- Hreint sakavottorð og jákvæð bakgrunnsskoðun lögreglu
- Málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi

Kostir:
- Viðbótarnám sem nýtist í starfi
- Góð þekking á lögreglukerfinu LÖKE
- Reynsla af saksóknarstörfum
- Víðtæk reynsla af lögmannsstörfum eða störfum innan stjórnsýslunnar
- Reynsla af saksóknarstörfum
- Þekking á störfum lögreglu og rannsóknum mála

Mikilvægir eiginleikar:
- Sjálfstæði í vinnubrögðum 
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góðir skipulagshæfileikar
- Nauðsynlegt að geta unnið undir miklu álagi
- Frumkvæði, réttsýni og ábyrgðarkennd
- Nákvæm, fagleg og traust vinnubrögð
- Jákvæðni og stundvísi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Starfið er dagvinna með bakvöktum.

Eftirfarandi upplýsingum er beint til umsækjenda. Samkvæmt 28. gr. a lögreglulaga nr. 90/1996 er mælt fyrir um að engan megi skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti líkur verða ekki teknar til greina.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Auglýsing þessi gildir í 6 mánuði, sbr. ákvæði 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef Starfatorgs, www.starfatorg.is

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að vanda umsóknir sínar. Kynningarbréf og ferilskrá fylgi umsókn.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.07.2019

Nánari upplýsingar veitir
Alda Hrönn Jóhannsdóttir - [email protected] - 4442200
Helgi Þorkell Kristjánsson - [email protected] - 4442200

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Lögfræðisvið
Grænás
235 Keflavíkurflugvöllur

Sækja um starf


 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira