Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201908/1454Landspítali

Námsstöður deildarlækna í geðlækningum

Námsstöður deildarlækna í geðlækningum við Landspítala 

Við bjóðum lækna velkomna í starfsnám á geðsviði Landspítala. Í boði er skipulagt sérnám í geðlækningum sem hlaut 2017 viðurkenningu hæfisnefndar samkvæmt nýrri reglugerð. Námstími til sérfræðiréttinda er 5 ár. Sérnámslæknar geta valið að ljúka sérnáminu hér á landi eða taka það að hluta til erlendis. Námið nýtist einnig sem hluti af sérnámi í öðrum sérgreinum en geðlæknisfræði, s.s. barna- og unglingageðlækningum, heimilis-, endurhæfingar- og öldrunarlækningum.

Nú eru lausar til umsóknar tvær stöður lækna í sérnámi til allt að tveggja ára frá 15. september 2019 eða síðar eftir samkomulagi. Einnig er möguleiki á styttri ráðningum í 4-12 mánuði fyrir almenna lækna og lækna í öðrum sérgreinum frá sama tíma eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Þjálfun í geðlækningum með þátttöku í klínísku starfi og klínískri handleiðslu á deildum geðsviðs
» Þátttaka í kennslu- og fræðsludagskrá námslækna tvo virka daga í mánuði
» Þátttaka í reglubundinni handleiðslu og þjálfun í samtalsmeðferð, m.a. í hugrænni atferlismeðferð, psychodynamiskri meðferð og áhugahvetjandi samtölum
» Þátttaka í vísindastarfi, þróunar- og gæðaverkefnum

Framgangur í sérnáminu er metinn reglulega af handleiðara og árlega af kennsluráði geðsviðs.
Handleiðarar hafa lokið námskeiði í endurgjöf og handleiðslu á vegum Royal College of Physicians.

Hæfnikröfur
» Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
» Hæfni til að starfa í teymi
» Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
» Vilji til þátttöku í áframhaldandi þróun sérnámsins
» Almennt lækningaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt lækningaleyfi. Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsjón með framhaldsmenntun námslækna á geðsviði hefur Nanna Briem, yfirlæknir, [email protected].

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.09.2019

Nánari upplýsingar veitir
Engilbert Sigurðsson - [email protected] - 543 1000
Nanna Briem - [email protected] - 543 1000


Landspítali
Skrifstofa geðsviðs
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira