Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201909/1556Ríkislögreglustjóri

Sérfræðingur í afbrotatölfræði

Sérfræðingur í afbrotatölfræði – embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í tímabundna stöðu sérfræðings í afbrotatölfræði í deild rannsókna og þróunar. 

Helstu viðfangsefni
-Greining og framsetning tölfræðiupplýsinga um afbrot úr málaskrá lögreglu.
-Úrvinnsla helstu niðurstaðna úr könnun sem lögð er fyrir almenning. 
-Birting tölfræðilegra upplýsinga á innri og ytri vef lögreglunnar.
-Svara fyrirspurnum frá samstarfsaðilum innan og utan lögreglu.
-Vinna við aðrar tölfræðilegar samantektir er snúa að störfum lögreglu.

Menntunar og - hæfniskröfur
-Gerð er krafa um að hafa lokið meistaragráðu á háskólastigi úr námi þar sem viðamikill hluti var á sviði aðferðafræði og tölfræði, t.d. afbrotafræði, félagsfræði eða sálfræði. 
-Reynsla og góð þekking á Excel er skilyrði auk góðrar almennrar tölvukunnáttu.
-Reynsla af tölfræðiforritunum SPSS eða R er skilyrði auk þess sem þekking á power bi er kostur.
-Þekking á skráningarkerfi lögreglu (LÖKE) er kostur.
-Þekking og reynsla á myndrænni framsetningu gagna er skilyrði.
-Skal geta sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum.
-Þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, bæði í máli og ritun.

Umsóknir
Umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteini og kynningarbréf. Umsókn skal send til embættis ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, Reykjavík eða á netfangið [email protected] merkt: Starf sérfræðings í afbrotatölfræði.

Umsóknarfrestur er til og með 23. september nk. Ráðið verður í stöðuna frá haustmánuðum 2019 og er staðan til eins árs. Upplýsingar um starfið veita Ólafur Örn Bragason deildarstjóri Rannsókna og þróunar í síma 444 2500 eða [email protected] og Thelma Cl. Þórðardóttir yfirlögfræðingur í síma 444-2500.

Ráðningakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


Reykjavík, 4. september 2019
Ríkislögreglustjóri

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira