Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201909/1610Íslenskar orkurannsóknir

Sérfræðingur í jarðefnafræði

Sérfræðingur í jarðefnafræði

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) leita að drífandi einstaklingi í fullt starf sérfræðings í jarðefnafræði. 

Starfið felur í sér:
Jarðefnafræðilega líkanreikninga.
Sýnatöku af vatni, gufu og gasi.
Þróun aðferða og tækja til sýnatöku og efnagreininga. 
Vinnu við gagnagrunn og gæðastjórnunarkerfi ÍSOR.
Kennslu og leiðbeiningu nemenda. 
Efnagreiningar og almennar rannsóknir. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Meistara- eða doktorspróf í jarðefnafræði, efnafræði eða efnaverkfræði.
Reynsla á sviði efnagreininga æskileg.
Yfirgripsmikil fræðileg kunnátta í efnafræði.
Reynsla af jarðefnafræðilegum líkanreikningum æskileg. 
Reynsla af rannsóknum og birtingu rannsóknarniðurstaðna æskileg. 
Frumkvæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Fastur vinnustaður er í Reykjavík, en starfið getur falið í sér vinnu utanbæjar og erlendis. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR.

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Ö. Þorbjörnsson, deildarstjóri jarðhitaverkfræði, netfang: [email protected]

Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist Valgerði Gunnarsdóttur, starfsmannastjóra, netfang:  [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2019. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

ÍSOR er meðal helstu fyrirtækja í heiminum á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt. ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda, ásamt því að annast kennslu í jarðhitafræðum. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. 

Aðalstöðvar ÍSOR eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira