Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201910/1680Ríkislögreglustjóri

Sérfræðingur/verkefnisstjóri

Sérfræðingur/verkefnisstjóri– embætti ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í stöðu sérfræðings/verkefnisstjóra í landamæradeild embættisins.  

Hlutverk landamæradeildar ríkislögreglustjóra er að tryggja heildstæða og samræmda nálgun við landamæravörslu ásamt því að styðja við lögregluembættin í verkefnum því tengdu. Deildin er  samhæfingaraðili í málefnum landamæra. Í því felst m.a. að annast gerð og uppfærslu á stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra, gerð laga- og reglugerða á málefnasviðinu, koma á fót gæðaeftirliti samkvæmt stöðlum Schengen samstarfsins og gefa tilmæli um bætta framkvæmd auk þess að samræma innleiðingu á nýjum upplýsingakerfum Schengen samstarfsins sem tekin verða í notkun á næstu misserum. 

Helstu viðfangsefni
- Verkefnisstjórn verkefna sem falla undir verksvið og ábyrgð landamæradeildar.
- Tillögu- og  áætlanagerð í verkefnum ásamt því að setja fram verkefna- og kostnaðaráætlanir.
- Þátttaka í vinnuhópum bæði innanlands og utan við innleiðingu nýjum kerfum Schengen samstarfsins. Má þar nefna nýtt komu-og brottfararkerfi (e. Entry/Exit system), nýtt ferðaheimilda- og forskráningarkerfi (ETIAS) sem og rekstrarsamhæfing allra Schengen kerfa (Interoperability).
- Annast gerð framvinduskýrslna í verkefnum í samræmi við m.a. reglur um Innri öryggisjóð Evrópusambandsins.
- Stefnumótun í málaflokkinum, þ. á m. aðkoma að gerð stefnu stjórnvalda um samþætta landamærastjórn.
- Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu í málaflokkunum, einkum gagnvart Schengen samstarfinu, Frontex, Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Evrópuráðinu og Evrópusambandinu. 
- Annast hagsmunagæslu fyrir Ísland á alþjóðavettvangi, m.a. með fundarsókn.
- Svarar fyrirspurnum og umbeðinni upplýsingagjöf.  
- Önnur verkefni á sviði landamæramála og löggæslu sem eru viðkomandi eru falin.

Menntunar og - hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- A.m.k. 3 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi.
- Þarf að geta sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum.
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi.
- Þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, bæði í máli og ritun. 
- Reynsla af verkefnastjórn er kostur.
- Staðgóð þekking á upplýsingatækni er kostur.
- Þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslu og/eða lögreglu er kostur.
- Reynsla af alþjóðasamstarfi, einkum á vettvangi Schengen samstarfsins og/eða Evrópusambandsins er kostur.

Umsóknir
Umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteini og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Umsókn skal send til embættis ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, Reykjavík eða á netfangið [email protected] merkt: Starf sérfræðings í landamæradeild ríkislögreglustjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 23. október nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf við fyrsta hentugleika eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar um starfið veita Jón Pétur Jónsson, deildarstjóri landamæradeildar, í síma 444 2500 eða [email protected] og Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, í síma 444-2500 eða [email protected]

Ráðningakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100% og heyrir starfið undir deildarstjóra landamæradeildar embættisins. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.


Reykjavík, 1. október 2019
Ríkislögreglustjóri


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira