Hoppa yfir valmynd
Önnur störfHöfuðborgarsvæðið201910/1681Alþingi

Umsjónarmaður fasteigna

Umsjónarmaður fasteigna

Í starfinu felst dagleg umsjón með húseignum og ýmsum búnaði Alþingis þ.m.t. viðgerðir og viðhald á fasteignum og húsbúnaði. Umsjónarmaður annast jafnframt innkaup á húsbúnaði og vörum er lúta að viðhaldi og rekstri húseigna. 

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi sem lætur sér annt um eignir þingsins og er lipur í mannlegum samskiptum. Um er að ræða fjölbreytt starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað. 

Umsjónarmaður heyrir beint undir forstöðumann rekstrar- og þjónustusviðs sem annast m.a. rekstur húsnæðis og umsjón öryggismála, ásamt almennri þjónustu við þingmenn og starfsmenn. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón og viðhald á fasteignum, húsbúnaði og lóð þingins
Umsjón, eftirlit og áætlanagerð varðandi viðhald og framkvæmdir
Öflun tilboða og samskipti við verktaka
Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin

Hæfnikröfur
Tæknimenntun, iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Marktæk starfsreynsla sem nýtist í starfi, rekstrarþekking er kostur
Þekking á framkvæmdum og viðhaldi
Reynsla í áætlanagerð, kostnaðarútreikningum og tilboðsgerð
Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun
Frumkvæði og faglegur metnaður
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Góð samskipta- og skipulagshæfni
Góð tölvu- og tæknikunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt og kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.10.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ólöf Þórarinsdóttir 
forstöðumaður rekstrar- og þjónustusviðs 
sími 563-0500, [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira