Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201910/1714Hafrannsóknastofnun

Doktorsnemi í vatnalíffræði

Doktorsnemi í vatnalíffræði

Laus er til umsóknar staða doktorsnema í vatnalíffræði, með áherslu á fiskifræði, við Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna og Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands. Staðan er á sviði vistfræði Atlantshafslaxins (Salmo salar) og umhverfi þeirra í ám á Norðausturlandi.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar, sjá hér

Umsóknarfrestur er til og með 31.október n.k. 

Umsóknir skulu sendar á póstfangið [email protected] eða á skrifstofu Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

Gert er ráð fyrir að nemandinn hefji störf fyrri hluta janúar 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og FÍN.

Jafnt karlar sem konur, eru hvött til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni. 

 

Information in English here

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira