Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201910/1738Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

Fjármálasérfræðingur

Fjármálasérfræðingur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að fjölga í teymi fjármálasérfræðinga í miðlægri rannsóknardeild og auglýsir lausa eina stöðu. Um er að ræða afar fjölbreytt og áhugavert starf við m.a. rannsóknir á peningaþvættis- og fjármunabrotum. 

Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Um getur verið að ræða mál sem koma til með kærum, að frumkvæði starfsfólks deildarinnar, með tilkynningum frá öðrum lögregluliðum, innlendum sem erlendum eða með öflun upplýsinga eftir formlegu kerfi. 

Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins

Helstu verkefni og ábyrgð
Fjármálagreining og skýrslugerð
Undirbúningur og framkvæmd yfirheyrslna
Samskipti við fjármálastofnanir og gagnaöflun
Ráðgjöf í verkefnum annarra deilda innan miðlægrar rannsóknar
Skjölun og skrásetning gagna
Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur
Menntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, viðskiptafræði eða hagfræði er skilyrði
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Framúrskarandi greiningarhæfni og færni til að tjá sig í ræðu og riti er nauðsynleg
Þekking á hlutafélögum, fjármálamarkaði og fjármálahugtökum er nauðsynleg 
Kunnátta á MS PowerBI og SQL er kostur
Frumkvæði í starfi og hæfni til nákvæmra og sjálfstæðra vinnubragða
Metnaður og góð samskiptahæfni
Góð íslensku- og enskukunnátta

Reynsla af störfum á framangreindu verkefna- og ábyrgðarsviði er mikilvæg.

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og útskýri atriði í ferilskrá betur, eftir því sem þörf er á. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að  umsóknarfrestur rennur út

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.10.2019

Nánari upplýsingar veitir
Karl Steinar Valsson - [email protected] - 444-1000
Eygló Huld Jónsdóttir - [email protected] - 444-1000


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira