Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfSamkomulag201910/1797Landbúnaðarháskóli Íslands

Mannauðs- og gæðastjóri

Mannauðs- og gæðastjóri

Laust er til umsóknar starf mannauðs- og gæðastjóra við Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið starfsins er að stuðla að skilvirkri stjórnun, velferð og árangri mannauðs, sem og stöðugu umbótastarfi og skilvirku gæðakerfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Utanumhald um mannauðsmál, þar með talið ráðningar, framgangsmat, frammistöðumat, starfsmannasamtöl og fræðslumál
- Stuðningur og ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk
- Gæða- og umbótastarf og umsjón með gæðaúttektum
- Utanumhald um reglur og verkferla
- Þátttaka í stjórnun, stefnumótun, innleiðingu breytinga og eftirfylgni með framkvæmd stefnu skólans

Hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum
- Reynsla af gæðamálum, verklagi, ferlum og umbótastarfi
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku
- Skipulagshæfileikar og ákveðni
- Frumkvæði og drifkraftur
- Framúrskarandi miðlunar- og samskiptahæfileikar

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í byrjun árs 2020. 
Starfsstöðvar skólans eru á Hvanneyri í Borgarfirði, Keldnaholti í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi. 

Starfshlutfall er 60 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.11.2019

Nánari upplýsingar veitir
Þóranna Jónsdóttir - [email protected] - 6179590


Landbúnaðarháskóli Íslands
Yfirstjórn
Andakílshreppur
311 Borgarnes


Smellið hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira