Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201910/1798Héraðssaksóknari

Sérfræðingur / lögreglufulltrúi

Embætti héraðssaksóknara óskar eftir að ráða í starf sérfræðings og/eða lögreglufulltrúa á skrifstofu fjármálagreininga lögreglu. Eftir atvikum verður ráðið í tvær stöður. 

Helstu verkefni:
Móttaka og skráning tilkynninga um hugsanlegt peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Gagnaöflun, aðgerðagreining og miðlun upplýsinga vegna gruns um hugsanlegt peningaþvætti og/eða fjármögnun hryðjuverka.
Samskipti og fræðsla til tilkynningarskyldra aðila, stjórnvalda sem móttaka greiningar frá peningaþvættisskrifstofu og annarra aðila.
Þátttaka í gerð stefnumiðaðra greininga, sem greina þróun og mynstur við peningaþvætti, vinnsla tölfræðilegra gagna, ársskýrslu og áhættumats.
Samskipti við erlenda samstarfsaðila.

Um verkefni og skipulag héraðssaksóknara er vísað til heimasíðu embættisins; www.hersak.is.

Hæfnis- og menntunarkröfur:
Umsækjendur skulu hafa lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, lögfræði, verkfræði eða viðskiptafræði eða lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur.  
Reynsla við greiningar s.s. fjármálagreiningar, þekking á hlutafélögum, fjármálamarkaði og fjármálahugtökum er skilyrði. Rannsókn fjármuna- og skattalagabrota er kostur.  
Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni.
Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Kunnátta í Analyst Notebook er kostur.
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. 

Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á:
Upplýsingar um menntun og fyrri störf, þ.m.t. upplýsingar um reynslu af störfum sem nýtist í framangreint starf.
Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni.
Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði.
Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda.
Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið.

Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um.

Starfshlutfall er 100%. 
Umsókn skal hafa borist eigi síðar en 17. nóvember 2019 og skal umsókn berast embætti héraðssaksóknara, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík. Einnig má senda umsókn með tölvupósti á netfangið [email protected] og skal pósturinn merktur „Umsókn um stöðu sérfræðings“. Með umsókn skulu fylgja afrit af viðeigandi prófskírteinum. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita:
Guðrún Árnadóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, eða Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn, í síma 444-0150.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira