Hoppa yfir valmynd
StjórnunarstörfHöfuðborgarsvæðið201911/1974Veðurstofa Íslands

Fjármálastjóri

Fjármálastjóri - Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í nýtt starf fjármálastjóra. Fjármálastjóri mun veita Skrifstofu fjármála forstöðu sem er ný skipulagseining innan stofnunarinnar. Fjármálastjóri sinnir daglegri stjórnun skrifstofunnar þar sem starfa fjórir starfsmenn, ásamt því að sitja í framkvæmdaráði, sem tekur stefnumótandi ákvarðanir fyrir stofnunina.

NÁNARI LÝSING
 
Hlutverk og meginverkefni:
Ábyrgð á fjármálastjórn stofnunarinnar í samráði við forstjóra
Ábyrgð á starfsemi Skrifstofu fjármála
Yfirumsjón með áætlanagerð stofnunarinnar
Yfirumsjón og samskipti við ráðuneyti vegna fjárlagagerðar
Ábyrgð á reikningshaldi og launavinnslu, frágangi reikningsskila og annarra upplýsinga til FJS, ráðuneytis, alþjóðaflugs (ICAO) og fjármálastofnana
Mótun, vinnsla og greining fjármálatengdra upplýsinga í samræmi við þarfir stjórnenda stofnunarinnar
Ábyrgð á að innkaupastefnu sé framfylgt
Ráðgjöf innan stofnunarinnar varðandi fjárhagslega hlið samningagerðar

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf og framhaldsmenntun á sviði viðskipta eða rekstrarfræði
Þekking og reynsla af stjórnun fjármála og uppgjörsvinnu
Leiðtogahæfni
Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum
Þekking og reynsla af rekstri fyrirtækis eða stofnunar
Góð kunnátta í Excel og öðrum Office 365 kerfum
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.

Hlutverk Veðurstofu Íslands er að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar, jafnframt því að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga.

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Á Veðurstofunni starfa um 140 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 75 manns við athugana-og eftirlitsstörf víðsvegar um landið.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is

Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 16.desember nk.

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Upplýsingar veita:
Inga S. Arnardóttir, [email protected]
Gyða Kristjánsdóttir, [email protected]

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira