Hoppa yfir valmynd
StjórnunarstörfNorðurland202001/34Sjúkrahúsið á Akureyri

Yfirlæknir sjúkraflug

Yfirlæknir sjúkraflug - Sjúkrahúsið á Akureyri

Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við sjúkraflug á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk). Starfið er laust frá 01.02.2020 eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga. SAk er sérgreina- og kennslusjúkrahús, alþjóðlega vottað af DNV-GL og styðst við ISO vottað gæðakerfi.
Akureyri er miðstöð fastvængja sjúkraflugs á Íslandi. SAk veitir læknisfræðilega þjónustu við sjúkraflugið en Slökkvilið Akureyrar mannar vakt sjúkraflutningamanna í flugið. 
Mýflug er flugrekstraraðili sjúkraflugs og útvegar flugvél og á stundum varaflugvél af gerðinni Beechcraft King Air. Sjúkraflugum hefur fjölgað töluvert undanfarin 10 ár og má heita að fjöldi fluga sé í kring um 800 á ári. Læknir fer með í um 30-40% sjúkrafluga. 
Sjúkraflugið sinnir sjúklingum á öllum aldri, svo sem þunguðum konum, fjöláverkasjúklingum og bráðveikum. 
Sérhæfðum flutningum á nýburum og fyrirburum er oftast sinnt af vökudeildarteymi Landspítala.

Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst klínísk vinna við sjúkraflug, bæði í dagvinnu og á vöktum. Yfirlæknir sjúkraflugs ber ábyrgð á skipulagi sjúkraflugs og gæðastarfi því tengdu. Starfinu fylgir einnig kennsla og þjálfun unglækna, sjúkraflutningamanna og annara heilbrigðisstétta. 
Möguleiki er á að sinna vinnu við rannsóknir. Starfinu fylgir einnig hefðbundin vinna í svæfingu og gjörgæslu, deyfingar við fæðingar og þjónusta við sjúklinga á bráðamóttöku eftir þörfum. 
Tækifæri kunna að vera á að sinna sjúkraflugi utan landsteina, t.d. að flytja sjúklinga frá Grænlandi til Íslands eða Danmerkur. Slíkt fellur þó ekki undir skyldur starfsins.

Hæfnikröfur
Fullgild réttindi í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi. Reynsla af flutningum með bráðveika og slasaða er æskileg. 
Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna (ALS) og barna (EPLS) sem og námskeiði í meðhöndlun fjöláverkasjúklinga svo sem European Trauma Course (ETC) eða Advanced Trauma Life Support (ATLS). 
Krafa er gerð um íslensku- eða enskukunnáttu samsvarandi stigi C1 í samevrópska tungumálastaðlinum (CEFRL).

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal skilað rafrænt gegnum tengil á heimasíðu Sjúkrahússins á Akureyri þar sem hlaða skal upp útfylltu umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, ferilskrá, afriti af sérfræðileyfi/-um, staðfestingu á fyrri sérfræðistörfum, og bréfi þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína, gerir grein fyrir sýn sinni á starfið og gefur upp tvo valfrjálsa fyrrum yfirmenn sem heimildarmenn.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. Sjúkrahúsið á Akureyri er reyklaus vinnustaður.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2020

Nánari upplýsingar veitir
Oddur Ólafsson - [email protected] - 463-0100


Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkraflug.
Eyrarlandsvegi
600 Akureyri


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira