Hoppa yfir valmynd
SumarstörfÝmiss202002/275Landgræðslan

Sumarstörf hjá Landgræðslunni

Sumarstörf hjá Landgræðslunni


Landgræðslan óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarstörf við rannsóknir. 

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.


Helstu verkefni og ábyrgð
Sumarstörfin felast í gagnasöfnun í felti, sýnatöku gróðurs og jarðvegs o.fl. sem er hluti af vistfræðirannsóknum stofnunarinnar. Starfinu fylgja talsverð ferðalög víða um land og getur fjarvera frá starfsstöð verið löng og samfelld. Gert er ráð fyrir mikilli útivinnu, helgarvinnu og löngum vinnudögum. 


Hæfnikröfur
- Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið a.m.k. fyrsta ári í háskólanámi á sviði náttúruvísinda. 
- Stundvísi, ábyrgð og þjónustulund eru skilyrði.
- Hæfni til að vinna í hópi og undir álagi er skilyrði. 
- Bílpróf er æskilegt. 
- Reynsla af útivist er kostur, sem og bakgrunnur í plöntugreiningum og reynsla af vinnu á rannsóknastofu. 


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Störfin henta hvort sem er konum eða körlum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í maí. Umsókn skal fylla út rafrænt á starfatorg.is eða á heimasíðu Landgræðslunnar, land.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2020


Nánari upplýsingar veita 
Magnús H. Jóhannsson sviðsstjóri, [email protected], s:691 1849 og 
Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir mannauðsstjóri, [email protected], s:488 3000.

 

Landgræðslan 
Gunnarsholti 
851 Hellu 


Smellið hér til að sækja um starf

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira