Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið202002/289Hafrannsóknastofnun

Mannauðsstjóri

Mannauðsstjóri

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða til starfa mannauðstjóra. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með reynslu af mannauðsmálum. Staðan heyrir undir svið þróunar, miðlunar og mannauðs. 
Mannauðsstjóri tekur þátt í stefnumótun mannauðsmála á stofnuninni og hefur umsjón með mannauðsmálum. Mannauðsstjóri veitir stjórnendum stuðning, leggur til sérþekkingu og ferla sem styðja mannauðsstefnu stofnunarinnar. 

Helsti verkefni:
Þróun mannauðsstefnu og eftirfylgni hennar 
Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur í mannauðstengdum málum, m.a. við innleiðingu ánægjumæliskvarða á sviði mannauðsmála
Stuðla að traustri og jákvæðri vinnustaðamenningu sem byggir á gildum Hafrannsóknastofnunar: Samvinna – þekking – þor
Umsjón með ráðningum, móttöku nýliða og þjálfun starfsmanna.
Umsjón með fræðslu- og starfsþróunarmálum
Ábyrgð á ráðningarsamningum og starfslýsingum í samstarfi við stjórnendur/sviðsstjóra
Þátttaka í mótun og framkvæmd kjaramála
Aðkoma að stofnanasamningum
Samskipti við viðeigandi stjórnsýslueiningar s.s. Fjársýslu ríkisins, Kjara- og mannauðssýsluna.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði mannauðsmála eða skyldra greina
Viðtæk og mikil starfsreynsla á sviði mannauðsstjórnunar
Haldgóð reynsla af stefnumiðaðri mannauðsstjórnun, fræðslu- og starfsþróunarverkefnum og breytingastjórnun er kostur
Mjög góð færni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Þekking á kjarasamningum og reynsla af túlkun þeirra
Góð færni í íslensku og ensku

Um er að ræða fullt starf með starfstöð í Reykjavík en fyrir liggur að stofnunin flytur í Hafnarfjörð á árinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og útskýrir atriði í ferilskrá betur, eftir því sem viðkomandi telur þörf á. 

Umsóknarfrestur er til og með 24 febrúar n.k. 

Umsóknir skulu sendar á póstfangið  mannaudsstjó[email protected]

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Guðjónsson forstjóri ([email protected]) og Sóley Morthens sviðsstjóri þróunar, miðlunar og mannauðs ([email protected]).

Jafnt karlar sem konur, eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni.Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira