Hoppa yfir valmynd
Önnur störfHöfuðborgarsvæðið202003/541Landspítali

Sérhæfður starfsmaður á fæðingarvakt Landspítala

Sérhæfður starfsmaður á fæðingarvakt Landspítala

Laust er til umsóknar starf sérhæfðs starfsmanns á fæðingarvakt Landspítala. Á fæðingarvaktinni er veitt þjónusta við konur í fæðingu. 

Á deildinni starfa um 80 manns og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. Um er að ræða vaktavinnu í 80% starfshlutfalli. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2020 eða eftir samkomulagi. 


Helstu verkefni og ábyrgð
» Þrif og frágangur á fæðingarstofum
» Umsjón með býtibúri
» Pantanir og frágangur á vörum, áhöldum og þvotti
» Ýmis þrif á deild


Hæfnikröfur
» Jákvætt viðmót, þjónustulipurð og samskiptahæfni
» Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
» Frumkvæði í starfi og geta til vinna undir álagi
» Reynsla af svipuðum störfum er kostur


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.


Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 23.03.2020


Nánari upplýsingar veitir
Anna Sigríður Vernharðsdóttir - [email protected] - 824 5902


Landspítali
Fæðingarvakt
Hringbraut
101 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starf

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira