Hoppa yfir valmynd
Skrifstofustörf202003/598Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Starf bókara og launafulltrúa

 
Starf bókara og launafulltrúa


Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir starf bókara og launafulltrúa til að sinna bókhaldi ráðuneytisins auk vinnu við launavinnslur og jafnlaunastaðalinn. 


Starfsmaður þarf að hafa þekkingu og reynslu á sviði bókhalds og vera nákvæmur í vinnubrögðum. Leitað er eftir drífandi og töluglöggum einstaklingi með þjónustulund og góða samskiptahæfni. Í boði er starf í krefjandi og skemmtilegu umhverfi.


Starfsmaður mun starfa á skrifstofu fjármála og rekstrar í nánu samstarfi við aðrar skrifstofur ráðuneytisins auk Fjársýslu ríkisins, stofnana og birgja. Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Meginverkefni:
Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi.
Launavinnslur og vinna með jafnlaunastaðalinn.
Umsjón ferðareikningum og uppgjöri þeirra auk eignabókhalds.
Greiningarvinna og úrvinnsla gagna.
Aðstoð við áætlanagerð og reikningsskil.


Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfið.
Reynsla og góð þekking á bókhaldi er skilyrði.
Góð almenn tölvufærni og mjög góð þekking á Excel.
Þekking og reynsla af Orra bókhaldskerfi er kostur.
Þekking og reynsla af launavinnslum og jafnlaunakerfi er kostur.
Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Stjórnarráðsins. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.


Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl nk


Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík eða rafrænt á [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ([email protected]).

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira