Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaStykkishólmur202004/868Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Sjúkraþjálfari Stykkishólmi

Sjúkraþjálfari Stykkishólmi


HVE Stykkishólmi óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til eins árs afleysinga, frá 1 september 2020.
Um er að ræða 100% stöðu í dagvinnu við Háls- og bakdeildina, en starfshlutfall er umsemjanlegt. Á HVE Stykkishólmi er starfrækt dagdeild fyrir fólk með verki frá hálsi og/eða baki. Þjónar hún öllum landsmönnum. 
Starfið á Háls- og bakdeild gengur út á sérhæfða einstaklingsmiðaða meðferð sem stendur að jafnaði í 10 daga. Einnig er á spítalanum sjúkradeild, hjúkrunarrými og göngudeild sem sjúkraþjálfarar sinna eftir þörfum.


Helstu verkefni og ábyrgð
Sinnir heilsueflingu, forvörnum, meðhöndlun, þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.
Framkvæma heildstæða skoðun/mat á skjólstæðingi sínum eða þörfum skjólstæðingahóps.
Ákvarða greiningu, horfur, áætlun og eftirfylgni.
Veitir ráðgjöf til skjólstæðinga og annarra starfsmanna HVE. 
Útfærir meðferðir sjúkraþjálfara og metur árangur. 


Hæfnikröfur
Íslenskt starfsleyfi sjúkraþjálfara. 
Áhugi á stoðkerfis- og verkjameðferð.
Áhugi á að kynnast og læra að meta og beita aðferðum eftir þeirri hugmyndafræði sem ástunduð er á Háls- og bakdeild.
Frumkvæði, skipulagshæfni, nákvæmni, samskiptafærni og þjónustulund. 
Starfreynsla sem sjúkraþjálfari er kostur. 


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Sótt er um á www.hve.is eða www.starfatorg.is
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og staðfest afrit af starfsleyfi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 
Stykkishólmur er fallegt bæjarstæði við Breiðafjörð, með um 1200 íbúum og blómlegu mannlífi og háu þjónustustigi. 
Möguleiki er á aðstoð við útvegun húsnæðis.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.06.2020


Nánari upplýsingar veitir
Hrefna Frímannsdóttir - [email protected] - 432 1200Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sth Sjúkrahús Sjúkraþjálfun
Austurgata 7
340 Stykkishólmur


Smellið hér til að sækja um starf


 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira