Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið202006/1005Háskóli Íslands

Doktorsnemi í jarðfræði

Doktorsnemi í jarðfræði


Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf doktorsnema til þriggja ára við verkefnið: Umhverfi og loftslag í Nihewan setlagadældinni í Norðaustur Kína á fyrri hluta ísaldar.


Helstu verkefni og ábyrgð
Rannsóknin beinist að setlögum frá fornleifauppgreftri í Nihewan setlagadældinni í Hebei héraði, Kína. Beitt verður samþættum greiningum í setlagafræði, örsteingervingafræði og jarðefnafræði. Markmiðið er að greina umhverfi og loftslag á myndunartíma setlaganna. Elstu setlög, sem innihalda smíðisgripi í Nihewan dældinni hlóðust upp fyrir 1,6 milljón árum síðan. Fjögur lykilsnið verða rannsökuð og tengingar milli þeirra verða byggðar á samþættum greiningum. Skeljakrabbar (Ostracoda) í setinu verða rannsakaðir í því skyni að:

>> Rekja setmyndunarsögu Nihewan dældarinnar á mið- og fyrri hluta ísaldar,
>> Meta umhverfisaðstæður á búsetuskeiðum mannættar,
>> Sannreyna notagildi örsteingervinga sem tækis til lífjarðlagafræðilegra tenginga innan setlagadældarinnar.


Hæfnikröfur
>> MSc gráða í jarðfræði eða skyldum greinum.
>> Reynsla í setlagafræði, (forn)vatnalíffræði, jarðefnafræði stöðugra samsætna og smásjárvinnu er kostur.
>> Umsækjendur þurfa að taka þátt í vettvangsvinnu, vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og búa yfir færni í mannlegum samskiptum.

Sá sem verður ráðinn þarf að senda formlega umsókn um doktorsnám á heimasíðu Háskóla Íslands.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Doktorsnemastarfið er til þriggja ára og hefst 2. nóvember 2020.

Umsókninni skal fylgja kynnisbréf þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað hann/hún hefur fram að færa við mótun og vinnslu þess. Kynnisbréfið skal ekki vera lengra en ein blaðsíða. Til viðbótar skal fylgja; i) ferilskrá, ii) afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám), iii) tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.07.2020


Nánari upplýsingar veitir
Steffen Mischke - [email protected] - 5254495


Raunvísindastofnun Háskólans
Jarðvísindastofnun
Dunhaga 3
107 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira