Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið202006/1100Háskóli Íslands

Doktorsnemi við rannsóknir í klínískri barnasálfræði á vegum Sálfræðideildar

Doktorsnemi við rannsóknir í klínískri barnasálfræði á vegum Sálfræðideildar


Auglýst er eftir doktorsnema til starfa við rannsóknir við Sálfræðideild Háskóla Íslands á áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum.


Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnið, sem hefur hlotið styrk frá Rannsóknasjóði til þriggja ára, verður unnið við Sálfræðideild Háskóla Íslands og snýr að því að rannsaka umfang, tíðni og undirþætti skertrar hæfni barna og unglinga með áráttu- og þráhyggjuröskun.

Ætlað er að verkefnið hefjist frá og með 1. september á þessu ári.


Hæfnikröfur
- Leitað er að framúrskarandi nemanda með meistarapróf í klínískri sálfræði/klínískri barnasálfræði.
- Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga og getu til að tileinka sér nauðsynlega tölfræðikunnáttu sem verkefnið krefst.
- Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í að birta greinar í erlend ritrýnd tímarit.
- Góð íslensku og enskukunnátta er nauðsynleg, bæði töluð og rituð.
- Gerð er krafa um færni í sjálfstæðum vinnubrögðum og góða samskiptahæfni.
- Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:
i. Ferilskrá
ii. Staðfest afrit af prófskírteinum
iii. Meðmælabréf
iv. Greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess.
v. Yfirlit yfir birtingar, ef einhverjar.
vi. Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).


Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.


Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200. Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.


Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.07.2020


Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson - [email protected] - 5255573Háskóli Íslands
Sálfræðideild
v/Vatnsmýrarveg
101 ReykjavíkSmellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira