Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaReykjavík202007/1255Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild

Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild

Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Unnið er í vaktavinnu sem hefur marga kosti umfram dagvinnu og er starfshlutfall samkomulag. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala (sjá myndskeið undir frekari upplýsingar).

Helstu verkefni og ábyrgð

» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
» Virk þátttaka í þróun og umbótum í starfi deildarinnar
» Fylgjast með nýjungum í hjúkrun
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

Hæfnikröfur

» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Góð íslenskukunnátta
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Handleiðsla og fræðsla á starfsþróunarári (myndskeið)

Starfshlutfall er 60 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.08.2020

Nánari upplýsingar veitir

Stefanía Arnardóttir - [email protected] - 825 3688
Kristín Davíðsdóttir - [email protected] - 543 6770

 

Landspítali
Smitsjúkdómadeild
Fossvogi
108 Reykjavík

 

Smellið hér til að sækja um starf

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira