Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfÝmiss202009/1413Þjóðskrá Íslands

Yfirlögfræðingur - Umsóknarfrestur framlengdur til 27. september

Yfirlögfræðingur  


Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða yfirlögfræðing. Leitað er eftir einstaklingi með mikla reynslu og hæfni til að leysa úr fjölbreyttum og krefjandi verkefnum auk þess að búa yfir leiðtogahæfni. Yfirlögfræðingur leiðir lögfræðileg verkefni í samstarfi við lögfræðinga stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem lýtur m.a. að samningu frumvarpa , ráðgjöf varðandi lögfræðileg álitamál og regluvörslu með það að markmiði að tryggja faglega, samræmda og skilvirka þjónustu í samræmi við gildandi lög hverju sinni. 


Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík, starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirumsjón með lögfræðilegum verkefnum stofnunarinnar.
Málsmeðferð stjórnsýslumála.
Þátttaka í mótun löggjafar sem Þjóðskrá Íslands starfar eftir.
Gerð gæðaferla, verklagsreglna og umsagna við lagafrumvörp og reglugerðir .
Gerð umsagna til kæru- og eftirlitsstjórnvalda
Ráðgjöf innan sem utan stofnunar,  samskipti og þjónusta við önnur stjórnvöld, sveitarfélög og  aðra viðskiptavini.
Þátttaka í stefnumótun og mótun framtíðarsýnar stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
5 ára starfsreynsla að lágmarki.
Stjórnunareynsla og hæfni til að leiðbeina og stýra verkefnum. 
Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu skilyrði.
Þekking og reynsla á eignarétti og persónurétti.
Reynsla af gerð lagafrumvarpa.
Þekking á persónuverndarlögum (GDPR) er kostur.
Þekking og reynsla af samningagerð og vinnurétti er kostur.
Góð almenn tölvukunnátta og skilningur á upplýsingatækni er kostur.
Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði og kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg. 
Hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu máli. 
Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2020 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar í Alfreð ráðningarkerfi (alfred.is). Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Þóra Björk Eysteinsdóttir, mannauðssérfræðingur, [email protected].


Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár Íslands er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat, og umsjón með útgáfu vegabréfa.


Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika.  


Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni, hraða í vinnubrögðum og góða samvinnu. Við nýtum aðferðir straumlínustjórnunar til að verða betri í dag en í gær. Við hvetjum öll kyn til að sækja um. 


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira