Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið202009/1425Háskóli Íslands

Rannsóknarstaða nýdoktors í faraldsfræði erfða og geðsjúkdóma - Umsóknarfrestur framlengdur til 28. september

Rannsóknarstaða nýdoktors í faraldsfræði erfða og geðsjúkdóma


Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við StressGene rannsóknina sem ERC styrkir og Unnur Valdimarsdóttir, prófessor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands, leiðir. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs, með möguleika á eins árs framlengingu.


Helstu verkefni og ábyrgð
Leitað er að framúrskarandi nýdoktor til að ganga til liðs við hópinn okkar. Við höfum safnað töluverðu magni gagna og óskað er eftir öflugum vísindamanni með góða færni í gagnavinnslu og traustan bakgrunn í líftölfræði og/eða faraldsfræði erfða, til að vinna úr gögnum þannig þau nýtist sem best til að auka þekkingu á þessu sviði. Rétti starfskrafturinn þarf að hafa ástríðu fyrir að auka þekkingu sína á geðrænum og líkamlegum kvillum sem tengjast áföllum, í þeim tilgangi að bæta lífsgæði þessara viðkvæmu hópa. Umsækjandinn sem verður fyrir valinu mun verða hluti af teyminu okkar og stunda rannsóknir á erfðafræði geðsjúkdóma og líkamlegra sjúkdóma sem tengjast áföllum og beita í því skyni nýstárlegum nálgunum sem notaðar eru við vinnu með flókin gögn úr stórum gagnagrunnum.

Meginmarkmið StressGene verkefnisins er að rannsaka heilsufarslegar afleiðingar alvarlegra streituvaldandi atburða eða áfalla og meta áhrif erfða á geðræna og líkamlega heilsubresti (til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma) í kjölfar slíkra áfalla. Rannsóknin er samstarfsverkefni vísindamanna Háskóla Íslands, Íslenskrar erfðagreiningar og Karolinska Institutet í Svíþjóð. Nýdoktorinn mun vinna í nánu samstarfi við reynslumikið samstarfsfólk þessara stofnana við að greina gögn úr lýðgrunduðum gagnagrunnum og hóprannsóknum. Meginmarkmiðið er að öðlast skilning á því hvernig erfðir og umhverfi, hvort um sig og saman, hafa áhrif á líkurnar á heilsubresti í kjölfar alvarlega streituvaldandi atburða eða áfalla. Rannsóknarhópur Unnar Valdimarsdóttur hefur mikla reynslu af því að nota Norræna heilsufarsgagnagrunna og ferilrannsóknir (svo sem Áfallasögu kvenna) við rannsóknir á áfallatengdum geðröskunum og tengsl þeirra við margvíslega sjúkdóma. Þetta verkefni byggir á nýlegum uppgötvunum hópsins og framhald vinnunnar miðar að því að bera kennsl á undirliggjandi líffræðilega ferla á bak við þessi tengsl.


Hæfnikröfur
>> Doktorspróf á sviði faraldsfræði, líftölfræði, tölvunarfræði, tölfræði, erfðafræði o.s.frv. eða sambærileg vísindaleg hæfni. Tilvonandi nýdoktorar þurfa að skila gögnum þess efnis að allar kröfur doktorsgráðu verði uppfylltar fyrir upphaf ráðningar. Þetta skal staðfest af aðalleiðbeinanda umsækjanda, yfirmanni eða samsvarandi. Einnig verða teknar til skoðunar umsóknir þeirra sem hafa doktorspróf á öðrum fræðasviðum, en hafa framúrskarandi færni í að beita aðferðum og verkfærum gagnavísinda.

>> Reynsla af úrvinnslu og greiningu á fjölbreyttum gagnasöfnum, svo sem GWAS, exome röðun, eða lýðgrunduðum rannsóknum er kostur. 
>> Færni í forritun (t.d. R, Python, SQL, Unix/Linux), notkun staðlaðra hugbúnaðarlausna (s.s. PLINK, GATK), og meðhöndlun stórra gagnasafna.
>> Þekking á erfðum flókinna svipgerða. 
>> Góð færni í teymisvinnu í vísindastarfi sem og sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð. 
>> Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti og reynsla í vísindalegum skrifum.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Miðstöð í lýðheilsuvísindum hefur upp á að bjóða vinsamlegt, skapandi, alþjóðlegt og hvetjandi umhverfi með mikla sérfræðiþekkingu. Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) er staðsett í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Reykjavík og er rannsóknarsetur háskólans í lýðheilsufræðum. MLV skipuleggur þverfaglegt framhaldsnám í lýðheilsuvísindum, þar með talið faraldsfræði og líftölfræði. Hjá MLV starfa 5 prófessorar, 2 aðstoðarprófessorar og 5 rannsakendur með doktorspróf, 2-3 verkefnastjórar rannsókna og 12 doktorsnemar. Rannsóknarstarf MLV er fjármagnað með ýmsum innlendum og erlendum styrkjum, þar á meðal er ERC consolidator styrkurinn: The genetics of morbidity and survival in response to significant life stressors (StressGene).

Hér má nálgast upplýsingar um ferilrannsóknir Miðstöðvarinnar:

> https://afallasaga.is
> https://lidanicovid.is

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200. Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Eftirfarandi gögn, á ensku eða íslensku, skulu fylgja umsókninni:

i. Ferilskrá, sem inniheldur meðal annars eftirfarandi: dagsetningu doktorsvarnar, titil lokaritgerðar, fyrri akademískar stöður, akademískan titil, samantekt um núverandi stöðu eða starf, akademískar viðurkenningar og nefndarstörf ásamt lista yfir birtar greinar
ii. Staðfest afrit af prófskírteinum
iii. Meðmælabréf
iv. Greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess.
Umsækjendur verða beðnir um að gefa dæmi um hvernig þeir hafa þróað skipulagða og markvissa nálgun við lausn á flóknu, ófyrirséðu vandamáli.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2020


Nánari upplýsingar veitir
Unnur Anna Valdimarsdóttir - [email protected] - 525-4072
Dóra Ragnheiður Ólafsdóttir - [email protected] - 525-4956Háskóli Íslands
Lýðheilsuvísindi
v/Suðurgötu
101 ReykjavíkSmellið hér til að sækja um starf


 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira