Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið202009/1427Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins

Starf skjalastjóra

Starf skjalastjóra


Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og góða reynslu af skjalastjórnun til að hafa umsjón með þróun skjalastjórnunar og skjalavistunarmálum stofnunarinnar. Stærsta verkefnið framundan er að fylgja eftir reglum um skjalavistun, skráning, frágangur og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ).

Helstu verkefni
Skipulag og umsjón með skjalasafni GRR
Þróun og eftirfylgni á skjalastefnu og verklagi við skjalastjórn GRR
Þróun skjalavistunar og grisjunaráætlunar ásamt eftirfylgni
Umsjón með GoPro skjalavistunarkerfinu og handleiðsla starfsmanna í notkun á því
Skjala- og skráastýring vegna jafnlaunavottunar
Frágangur og skil á gögnum stofnunarinnar til ÞÍ

Menntunar- og hæfnikröfur:
Háskólapróf og menntun á sviði skjalastjórnunar
Reynsla af sambærilegum störfum er nauðsynleg
Þekking og reynsla af skjalavistunarkerfinu GoPro æskileg 
Mjög góð almenn tölvufærni
Gott vald á íslensku í ræðu og riti
Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Ráðið verður í 80 - 100% til eins árs með möguleika á framlengingu. Miðað er við að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um.

Laun og kjör eru skv. gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar gefur Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður í síma 510 8400.

Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á [email protected] fyrir 25. september 2020. Öllum umsóknum verður svarað.


Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra, sjá nánar á www.greining.is.


Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira