Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðíð202010/1566Háskóli Íslands

Lektor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum

Lektor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum 


Laust er til umsóknar 25% starf lektors á fræðasviði fæðinga- og kvensjúkdómalækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu í starf lektors er að viðkomandi sé við störf á kvennadeild Landspítala eða mæðravernd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hafi þar aðstöðu til að sinna klínískri kennslu læknanema.


Helstu verkefni og ábyrgð
Sem lektor mun sá sem ráðinn verður uppfylla sína kennsluskyldu innan fræðasviðs fæðinga- og kvensjúkdómalækninga, þ.m.t. klínísk kennsla á Landspítala. Þá stundar hann rannsóknir í sinni sérgrein á fræðasviðinu.
Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Læknadeildar.


Hæfnikröfur
- Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á fræðasviðinu eða hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á fræðasviðinu, staðfest með áliti dómnefndar.
- Sérfræðileyfi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum.
- Starfsreynsla á framangreindu fræðasviði.
- Rannsóknavirkni á fræðasviðinu telst kostur.
- Reynsla af háskólakennslu, fræðilegri og klíniskri, telst kostur.
- Stjórnunarreynsla er æskileg en ekki skilyrði
- Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu sbr. 3.mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Gert er ráð fyrir að ofangreint starf verði veitt frá 1. janúar 2021, enda verði störfum nefnda sem um málið fjalla, þá lokið.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Innan Háskólans eru fimm fræðasvið og deildir skólans eru 25 talsins. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. Jafnframt er Háskóli Íslands öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðlega vísu og hafa vísindamenn Háskólans hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.


Starfshlutfall er 25%
Umsóknarfrestur er til og með 30.10.2020


Nánari upplýsingar veitir
Engilbert Sigurðsson - [email protected] - 525-4879 
Þóra Steingrímsdóttir - [email protected] - 543-1000 Háskóli Íslands
Læknadeild
v/Vatnsmýrarveg
101 ReykjavíkSmellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira