Hoppa yfir valmynd

Leiðbeiningar fyrir auglýsendur á Starfatorgi

Leiðbeiningar þessar eru fyrir stjórnendur ráðuneyta og stofnana og aðra þá sem koma að birtingu auglýsinga á Starfatorgi um laus störf hjá ríkinu.

Auglýsendur á Starfatorgi

Öllum þeim sem skráðir eru í fyritækjaskrá Skattsins með rekstrarformið „ríkisstofnun“ ber að auglýsa laus störf á Starfatorgi. Undtantekningar á því eru störf sem tilgreind eru í 2. grein reglna um auglýsingar

Umsjón með vef og innihald auglýsinga

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur umsjón með Starfatorgi.

Stjórnendur ráðuneyta og stofnana eða starfsmenn í umboði þeirra annast gerð auglýsinga. Stjórnandi ráðuneytis eða stofnunar, sem fer með ráðningarvald, ber ábyrgð á innihaldi starfsauglýsingar.

Birting og efni auglýsinga skal uppfylla skilyrði reglna um auglýsingar lausra starfa, sbr. 2. og 3. gr. reglnanna.

Birting auglýsinga

Ráðuneyti og stofnanir eru eindregið hvattar til að nota ráðningarkerfi ríkisins (er hluti af Orra). Margs konar ávinningur er af því að nota það. Þegar skráningu starfsins í ráðningarkerfið er lokið er smellt á hnappinn „senda á Starfatorg“. Þá birtist auglýsingin annað hvort nær samstundis á vefsvæði Starfatorgs eða síðar ef tíma- og dagssetning birtingar er tilgreind sérstaklega. Nánar má lesa um ráðningarkerfið á Mannauðstorginu á Ísland.is

Ef aðgang vantar að ráðningarkerfinu/mannauðskerfinu er óskað eftir honum með því að senda tölvupóst á [email protected]

Ef stofnun notar ekki Orra (og þar með ekki ráðningarkerfið) er atvinnuauglýsing skráð á eyðublað á vefnum. Sé stofnun ekki með aðgang að eyðublaðinu er sendur tölvupóstur á [email protected] og óskað eftir honum.

Gæta þarf að gildistími auglýsingar (umsóknarfrestur) miðist við fyrsta dag birtingar. Athuga einnig að tilgreindur umsóknarfrestur sé a.m.k. tíu dagar frá birtingu auglýsingar á Starfatorgi og skal umsóknarfresti ljúka á virkum degi.

Auglýsing fer sjálfkrafa af Starfatorgi þegar umsóknarfrestur rennur út.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira