Hoppa yfir valmynd

Verklagsreglur um auglýsingar

1. Tilgangur og gildissvið

Leiðbeiningar þessar eru fyrir stjórnendur ráðuneyta og stofnana og aðra þá sem koma að auglýsingum um laus störf hjá ríkinu. Þeim er ætlað að lýsa því hvernig haga skuli skilum á auglýsingum um laus störf til Starfatorgsins.

2. Umsjón

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur umsjón með Starfatorginu og annast m.a. móttöku auglýsinga, birtingu auglýsinga á vefnum og gerð yfirlits yfir auglýsingar um laus störf á Starfatorgi til birtingar í dagblaði.
Stjórnendur ráðuneyta og stofnana eða starfsmenn í umboði þeirra annast gerð auglýsinga og ákveða inntak þeirra og sjá til þess að senda auglýsinguna til umsjónarmanns Starfatorgsins með tölvupósti.

3. Framkvæmd

Þegar stofnun auglýsir starf laust til umsóknar, skal senda auglýsingu á netfang Starfatorgsins ([email protected]) og Kjara- og mannauðssýslan setur síðan auglýsinguna á Starfatorgið, gætir að gildistíma auglýsingar og tekur hana út í samræmi við það (umsóknarfrestur miðast við fyrstu birtingu yfirlits í dagblaði). Vilji stofnun gefa upp heimasíðu sína og/eða tölvupóstfang sem tilvísun í auglýsingu er rétt að taka það fram.

4. Inntak auglýsinga

Í auglýsingu er nauðsynlegt að fram komi eftirfarandi upplýsingar: 

 • Hver veitir nánari upplýsingar um starf, nafn fyrirtækis, tengiliðs og símanúmer
 • Hvert umsókn á að berast.
 • Hvort hún eigi að vera á sérstökum eyðublöðum og ef svo er hvar sé hægt að fá þau.
 • Umsóknarfrestur.
 • Hvaða starf/starfssvið er um að ræða. Þar komi fram lýsing sem sé nægjanlega greinargóð til þess að væntanlegur umsækjandi geti gert sér glögga grein fyrir því í hverju starfið felst.
 • Starfshlutfall.
 • Hvaða menntunar- og/eða hæfniskröfur gerðar eru til starfmanns.
 • Hvaða starfskjör eru í boði.
 • Stjórnunarleg staða starfsins innan stofnunar/ríkisfyrirtækis.
 • Hvenær starfsmaður skuli hefja störf.
 • Að öllum umsóknum verði svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
 • Hvar starfstöð starfsmanns er staðsett á landinu.

5. Tímasetningar

Auglýsing sem send er með tölvupósti fyrir kl. 12.00 á fimmtudegi birtist í yfirliti um laus störf hjá ríkinu í dagblaði næstu helgi þar á eftir. Ef auglýsing berst seinna en það birtist hún í dagblaði viku seinna. Auglýsingin birtist á vef Starfatorgsins innan sólarhrings frá því hún berst umsjónarmanni. Gæta skal þess að tilgreindur umsóknarfrestur sé a.m.k. tvær vikur frá því að auglýsing birtist í dagblaði.

6. Form auglýsinga

Til þess að auðvelda framkvæmd og lágmarka villur við skráningu skal senda auglýsingar á textaformi, svo sem Word, Rich text, html eða einhverju formi sem hægt er meðhöndla með tölvutækum hætti.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira