Viðburðir

 • 18.okt

  Gerum betur! Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum

  Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin þann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10.00–16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.
 • 02.nóv

  Forskot til framtíðar

  Ráðstefna um vinnumarkað framtíðarinnar, með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. Hilton hótel og Hof, dags. 2. nóvember 2018.
 • 02.nóv

  Heilbrigðisþing

  Boðað er til heilbrigðisþings þann 2. nóvember nk. frá klukkan 9 til 16 á Grand hótel, Reykjavík.
 • 07.nóv

  Tímamót í velferðarþjónustu

  Velferðarráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands boða til ráðstefnu og málstofa dagana 7. – 8. nóvember.
 • 09.nóv

  Umhverfisþing

  Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til XI. Umhverfisþings föstudaginn 9. nóvember 2018. Þingið fer fram á Grand Hótel Reykjavík.
 • 16.nóv

  Dagur íslenskrar tungu

  Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn