Jafnréttisþing 2018

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að boða til jafnréttisþings sem haldið verður 7. - 8. mars 2018. Jafnréttisþing er lögbundið og skal haldið innan árs frá alþingiskosningum og aftur á tveimur árum liðnum, líkt og nánar er kveðið á um í 10. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Ráðherra skal þar leggja fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála þar sem m.a. skal koma fram mat á stöðu og árangri verkefna í gildandi þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum, auk umfjöllunar um stöðu og þróun jafnréttismála á helstu sviðum samfélagsins. Önnur verkefni þingsins ákveður ráðherra hverju sinni að fengnum tillögum Jafnréttisráðs.  Þingið er öllum opið en Jafnréttisráð skal boða alþingismenn, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, þar á meðal jafnréttisfulltrúa, sem og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem hafa jafnréttismál á stefnuskrá sinni. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn