Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarmiðstöðvar

Árleg vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 26. og 27. apríl 2018. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er:

Mátturinn í margbreytileikanum! Einhverfa og skyldar raskanir – þekking og leiðir í þjónustu við börn og ungmenni.

Fjallað verður um einhverfurófið og fjölbreytileikann sem það felur í sér.  Farið verður yfir þróun þekkingar og rannsókna á þessu sviði. Íhlutun á vettvangi fjölskyldu, skóla og samfélags verður einnig í brennidepli með áherslu á helstu leiðir til að auka þátttöku og lífsgæði í daglegu lífi. Ráðstefnugestir fá innsýn í sjónarmið og reynslu fólks á einhverfurófi þar sem rætt verður hvernig má auka skilning samfélagsins, nýta styrkleika hvers og eins og mæta ólíkum þörfum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn