Gerum betur! Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin þann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10.00–16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Ráðstefnan er hluti af verkefninu Byggjum brýr – brjótum múra sem er styrkt af ESB og unnið af Jafnréttisstofu í samvinnu við Akureyrarbæ, dómsmálaráðuneytið, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Lögregluna á Suðurnesjum, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóra og velferðarráðuneyti.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn