Hoppa yfir valmynd
06. nóvember 2018

Atvinnulífið og þróunarsamvinna

Utanríkisráðuneytið boðar til opins morgunfundar um samstarf við atvinnulífið í þágu þróunarsamvinnu og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra mun ávarpa fundinn. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Utanríkisráðuneytið hefur útfært tvær meginleiðir um samstarf við atvinnulíf í þágu þróunarsamvinnu og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um Heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu, með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum ríkjum. 

Hin leiðin fellur undir samstarf við félagasamtök með aukinni áherslu á þá möguleika í samvinnu við félagasamtök sem tengjast atvinnulífinu og samstarfi félagasamtaka við fyrirtæki um tiltekin verkefni. Þessi verkefni geta beinst að víðtækara sviði tengdum áherslum Íslands í þróunarsamvinnu og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira