Fjárlög fyrir árið 2025
Fjárlagafrumvarpið fyrir 2025 var lagt fram á Alþingi 10. september 2024. Forgangsröðun í þágu mikilvægra innviða og almannaþjónustu einkennir komandi ár þar sem ríkið heldur áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu.
Kynning ráðherra
Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025 á blaða- og fréttamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. september 2024.
Greiningar
Á rafrænu mælaborði má skoða greiningu gjalda í rekstur, tilfærslur og fjárfestingu fyrir árin 2023-2027 samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustaðli um opinber fjármál.
Allt sem tengist fjárlagafrumvarpinu!
Hér eru fjölbreytt gögn og upplýsingar sem tengjast fjárlagafrumvarpinu. Má þar nefna fylgirit frumvarpsins, skjöl og gögn, greiningar, fréttatilkynningar ráðuneyta, kynningu ráðherra og umfjöllun um frumvarpið í stuttu máli.
Skjöl og gögn
Öll helstu skjöl og gögn sem tengjast frumvarpinu, svo sem myndagögn úr frumvarpinu, ítarefni, töflur, töfluviðaukar og talnagögn fjárlagafrumvarpsins á Excel-formi.
Greiningar
Á rafrænu mælaborði má bera saman greiningu gjalda í rekstur, tilfærslur og fjárfestingu fyrir árin 2023-2027 samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustaðli um opinber fjármál.
Í stuttu máli
Helstu atriði fjárlagafrumvarps 2025 sett fram með einföldum og skýrum hætti í máli og myndum. Yfirlit á einni síðu og hægt að stækka hverja mynd til að skoða nánar.
Fréttatilkynningar
Fréttatilkynningar ráðuneyta sem tengjast efni fjárlagafrumvarps fyrir 2025.
Vegvísir fjárlagarita
Öll fjárlagarit á einum stað, frá fjármálastefnu og fjármálaáætlun til frumvarps og samþykktra fjárlaga.
Efnisyfirlit, fjárlög 2025
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.