10 Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 10 Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála árið 2025 eru áætluð 28.048 m.kr. og aukast um 389 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 1.235,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 6,1%.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
10.10 Persónuvernd
Starfsemi málaflokksins er í höndum Persónuverndar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Aukið gagnsæi og skilvirkni, lögmæt og sanngjörn vinnsla til að tryggja samræmda vernd einstaklinga á EES-svæðinu |
||
Þátttaka í evrópsku samræmingarkerfi. |
Persónuvernd |
Innan ramma |
Þýðing leiðbeininga, tilmæla og ákvarðana EDPB. |
Persónuvernd |
Innan ramma |
Markmið 2: Aukið traust almennings til öryggis við vinnslu persónuupplýsinga í atvinnulífinu og hjá stjórnvöldum |
||
Aukið samtal við helstu fagaðila. |
Persónuvernd |
Innan ramma |
Uppbygging á virku sambandi milli persónuverndarfulltrúa og Persónuverndar. |
Persónuvernd |
Innan ramma |
Endurbætt miðlun á upplýsingum í gegnum heimasíðu í umhverfi Ísland.is. |
Persónuvernd |
Innan ramma |
Markmið 3: Bætt stefnumótun, vandaðri áætlanagerð og markvissara árangursmat |
||
Innleiðing á fyrirspurnar- og kvörtunareyðublaði á Ísland.is. |
Persónuvernd |
Innan ramma |
Vandaðri stjórnsýsluleg meðferð mála. |
Persónuvernd |
Innan ramma |
Framkvæmd frumkvæðisathugana og úttekta. |
Persónuvernd |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 380,2 m.kr. og lækkar um 3,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 22,9 m.kr. Breytingin felst í hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.
10.20 Trúmál
Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 9.331,4 m.kr. og lækkar um 226,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 343,4 m.kr.
Breytingar í málaflokknum skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi er 241,1 m.kr. lækkun framlags vegna tímabundinnar hækkunar sóknargjalda sem fellur niður. Í öðru lagi er 63 m.kr. hækkun framlags til kirkjugarða í samræmi við niðurstöður reiknilíkans. Að síðustu er hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins sem nemur 48,7 m.kr. og skiptist hlutfallslega milli kirkjugarða og sóknargjalda.
10.30 Sýslumenn
Starfsemi málaflokksins er í höndum sýslumannsembætta. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Að bæta þjónustu sýslumannsembættanna |
||
Aukið framboð opinberrar þjónustu á landsbyggðinni (ný verkefni). |
DMR, Sýslumannaráð og sýslumenn |
Innan ramma |
Flutningur verkefna sem tengjast persónulegum talsmönnum til sýslumanna. |
DMR, Sýslumannaráð og sýslumenn |
18 m.kr. |
Umsýsla og útgáfa sveinsbréfa flutt til sýslumanna. |
DMR og sýslumenn |
Innan ramma |
Betri nýting húsnæðis, m.a. með auknu samstarfi á milli starfsstöðva og við sveitarfélög, aðrar stofnanir og haghafa. |
DMR og sýslumenn |
Innan ramma |
Markmið 2: Að bæta stafræna þjónustu sýslumannsembættanna |
||
Aukið framboð stafrænnar þjónustu og lausna (lagabreytingar, umbætur kerfa o.fl.).* |
DMR, Sýslumannaráð og Stafrænt Ísland |
Innan ramma |
Bætt aðgengi að þjónustu á vef sýslumanna og efling innviða starfskerfa sýslumanna, þar á meðal með tengingu við aðrar opinberar skrár.** |
Sýslumannaráð |
Innan ramma |
Innleiðing þjónustukerfis ZenDesk vegna móttöku gagna og samskipti við þjónustuþega. |
Sýslumannaráð og sýslumenn |
Innan ramma |
Markmið 3: Að jafna aðgengi að opinberri þjónustu |
||
Endurskoðun verkefnaskiptingar með það í huga að stuðla að sérhæfingu, jafnari verkaskiptingu og fjölgun starfa á landsbyggðinni. |
DMR, Sýslumannaráð og sýslumenn |
Innan ramma |
Regluleg fræðsla og endurmenntun fyrir starfsfólk sýslumannsembætta. |
Sýslumannaráð |
Innan ramma |
Samræmt þjónustustig og útgáfa þjónustustefnu (afgreiðsla, biðtími o.s.frv.). |
Sýslumenn og Sýslumannaráð |
Innan ramma |
* Verkefnið styður jafnframt við markmið 1.
** Verkefnið styður jafnframt við markmið 3.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.111,3 m.kr. og lækkar um 221,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 276,7 m.kr.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Bundin útgjöld málaflokksins hækka um 4,3 m.kr. sem skipta má í þrennt. Í fyrsta lagi er 18 m.kr. lækkun fjárheimildar innheimtuhluta meðlagsgreiðslna sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem færist til dómsmálaráðuneytis til að mæta kostnaði við úrskurði í kærumálum, sbr. markmið 1. Í öðru lagi 18 m.kr. hækkun fjárheimildar í tengslum við stofnun Mannréttindastofnunar Íslands. Í þriðja lagi er 4,3 m.kr. millifærsla framlags frá Ríkisendurskoðun til sýslumanna vegna tilfærslu verkefna.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 191 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Annars vegar er 180 m.kr. framlag vegna verkefna til að mæta stafrænum umbreytingum hjá sýslumannsembættunum. Hins vegar er 11 m.kr. framlag til að standa undir stöðu starfsmanns sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Þórshöfn.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 35,2 m.kr.
10.40 Stjórnsýsla dómsmálaráðuneytis
Undir stjórnsýslu dómsmálaráðuneytis falla t.d. rekstur ráðuneytisins, Stjórnartíðindi og Schengen-landamærasjóður. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Fagleg og skilvirk málsmeðferð stjórnvalda |
||
Réttarvörslugátt – innleiðingu sakamála lýkur og þróun einkamála hefst. |
DMR |
Innan ramma |
Schengen – stuðningur við upplýsingatæknikerfi. |
DMR |
Innan ramma |
Endurnýjun á kerfum Lögbirtingablaðsins. |
DMR |
Innan ramma |
Innleiðing á nýju kerfi Stjórnartíðinda. |
DMR |
Innan ramma |
Innleiðing á nýju reglugerðasafni. |
DMR |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 3.019,3 m.kr. og hækkar um 555,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 135,6 m.kr.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 685,4 m.kr. sem skiptist í tvennt. Annars vegar eru 667,4 m.kr. til uppbyggingar upplýsingatækniinnviða en framlagið er millifært af málaflokki 09.10 Löggæsla þar sem framlög til þessara mála hafa verið vistuð. Framlaginu er ætlað að standa undir þróun og uppbyggingu upplýsingatækniinnviða ráðuneytisins og stofnana þess. Hins vegar eru 18 m.kr. til að mæta breytingum á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga og varðar úrskurði í kærumálum.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 31,5 m.kr. vegna almenns útgjaldasvigrúms málefnasviðsins sem fyrirhugað er að nýta til áframhaldandi uppbyggingar upplýsingatæknimála.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 55,1 m.kr.
10.50 Útlendingamál
Starfsemi málaflokksins er í höndum Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála, ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytis ásamt félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Vinnumálastofnun. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Fagleg og skilvirk málsmeðferð stjórnvalda í þágu þjónustuþega |
||
Öll svið Útlendingastofnunar hafi innleitt nýtt upplýsingatæknikerfi við afgreiðslu umsókna og umsýslu. |
ÚTL
|
Innan ramma
|
Innleiðing nýrra ferla til að auka skilvirkni við brottför útlendinga sem hlotið hafa endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. |
RLS |
Innan ramma |
Markmið 2: Aukin ánægja viðskiptavina og almennings |
||
Innleiðing þjónustustefnu. |
ÚTL |
Innan ramma |
Sameining starfsstöðva – betri nýting mannauðs í þágu viðskiptavina. |
ÚTL/DMR/FSRE |
Innan ramma |
Markmið 3: Greinarbetra aðgengi og upplýsingagjöf um réttindi einstaklinga |
||
Frekari þróun þjónustuvefs stofnunarinnar og stafrænna lausna í samskiptum og upplýsingagjöf til umsækjenda samhliða innleiðingu nýs upplýsingatæknikerfis stofnunarinnar. |
ÚTL |
Innan ramma |
Umsækjendur hafi aðgengi að upplýsingum um stöðu mála sinna í gegnum þjónustuvef stofnunarinnar og nýtt upplýsingatæknikerfi. |
ÚTL |
Innan ramma |
Innleiðing stafræns pósthólfs samhliða innleiðingu nýs upplýsingatæknikerfis. |
ÚTL/Stafrænt Ísland |
Innan ramma |
Endurskoðun persónuverndarstefnu stofnunarinnar á vinnsluskrám samhliða stafrænni þróun stofnunarinnar. |
ÚTL |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 11.205,8 m.kr. og hækkar um 285,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 456,7 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimildir málaflokksins eru auknar um 936 m.kr. og skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi er 500 m.kr. framlag til afgreiðslu umsókna og til að mæta kostnaði við sjálfviljugar heimferðir. Í öðru lagi er 400 m.kr. heimild vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem var lækkuð tímabundið í fjárlögum 2024 en kemur aftur inn 2025. Í þriðja lagi eru 36 m.kr. sem voru millifærðar tímabundið frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti vegna samhæfingar innan Stjórnarráðsins til forsætisráðuneytis í fjárlögum 2023 en koma aftur inn í ramma félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 2025.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 650,2 m.kr.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.