21 Háskólastig
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra utan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Málefnasviðið skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2024–2026. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 21 Háskólastig árið 2025 eru áætluð 69.919,3 m.kr. og aukast um 1.183 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 4.516 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 6,9%.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
21.10 Háskólar og rannsóknarstarfsemi
Starfsemi málaflokksins er í höndum fjögurra opinberra og þriggja einkarekinna háskóla, auk rannsóknastofnunarinnar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Undir málaflokkinn fellur einnig Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og starfsemi rannsókna-, fræða- og þekkingarsetra á landsbyggðinni auk Gæðamats íslenskra háskóla, áður Gæðaráðs íslenskra háskóla. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
|
Markmið 1: Aukið samstarf háskóla í þágu gæða og samfélags |
|||
Efling háskólastigs með aðgerðum til stuðnings sameiningum háskóla, m.a. gegnum háskólasamstæðu. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Framkvæmd verkefna undir hatti „Samstarfs háskóla“ með sérstakri áherslu á sameiningu háskóla, sameiginlega stoðþjónustu, uppbyggingu rannsóknainnviða, opin og ábyrg vísindi, aukinn sveigjanleika í námi og alþjóðasamstarf. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Stuðningur við sameiginlegar námsleiðir og prófgráður, innan lands sem á alþjóðavettvangi, m.a. gegnum Evrópunet háskóla styrkt af Erasmus+ og Horizon Europe. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Markmið 2: Aukin gæði náms og námsumhverfis |
|||
Innleiðing á Árangurstengdri fjármögnun, nýju líkani sem dreifir fjármunum á milli háskóla. Efling háskólastarfs og aukin samkeppnishæfni í alþjóðlegum samanburði, með auknu fjárframlagi sem tekur tillit til árangurs í kennslu, rannsókna og annarrar starfsemi í þágu samfélags.* |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
1.400 m.kr. |
|
Uppbygging Húss heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands hjá Nýja Landspítalanum með áherslu á betri innviði og umgjörð rannsókna og náms. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
411 m.kr. |
|
Uppbygging húsnæðis við Háskólann á Hólum, í þágu fiskeldis- og rannsóknaraðstöðu auk aðstöðu fyrir námsbraut í hestafræði. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
200 m.kr. |
|
Áhersla á aðgengilega háskóla, aukna fjölbreytni og inngildingu nemenda í háskólasamfélaginu með óskertum opinberum framlögum gegn niðurfellingu skólagjalda, aðgerðum til úrbóta á kynjahalla, fjölgun ungra karla í námi sem og greiðara aðgengi fatlaðra. Unnið að fjölgun nemenda á samfélagslega mikilvægum sviðum, s.s. innan heilbrigðis- og STEM-greina. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Innleiðing nýrra viðmiða um æðri menntun og prófgráður, m.a. með eflingu örnáms til að auka sveigjanleika sí- og endurmenntunar háskólamenntaðra. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Breytingar á gjaldtökuheimildum opinberra háskóla til að heimila innheimtu skólagjalda af nemendum utan EES-svæðis, til samræmis við önnur Norðurlönd. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Markmið 3: Styrkja rannsóknastarf og umgjörð þess |
||
Rannsóknarhluti Árangurstengdrar fjármögnunar hvetur til og umbunar fyrir árangur í rannsóknum. Fjármagni er dreift til háskóla m.t.t. birtingatölfræði, brautskráninga doktorsnema og árangurs af erlendri styrkjasókn.* |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Aðgerð um sameiginlegar siðanefndir háskóla, m.a. m.t.t. gervigreindar. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Bygging jarðræktarmiðstöðvar við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og matvælaráðuneyti |
100 m.kr. |
* Nánar er fjallað um Árangurstengda fjármögnun í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 63.204,1 m.kr. og hækkar um 2.466,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 3.217,5 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er fjárheimild málaflokksins aukin um 1.400 m.kr. til að bæta fjármögnun háskóla og fjölga nemendum í háskólum. Fjármagninu er dreift til skólanna í gegnum reiknilíkanið Árangurstengd fjármögnun sem fjallað er ítarlega um í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 200 m.kr. vegna uppbyggingar húsnæðis fyrir eldis- og rannsóknaraðstöðu fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, auk þess að tryggja betur aðstöðu námsbrautar í hestafræði.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 100 m.kr. vegna byggingar jarðræktarmiðstöðvar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 411 m.kr. vegna uppbyggingar Húss heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands sem fjármagnað er með tekjum frá Happdrætti Háskóla Íslands.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 550 m.kr. vegna aukinna tekna stofnana sem hefur ekki áhrif á framlag ríkisins úr málaflokknum.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 481,9 m.kr. og þar munar mest um að framlög í varasjóð málefnasviðsins lækka um 145,9 m.kr. Fjármögnun háskóla verður ekki fyrir áhrifum af aðhaldskröfunni en fjármagni er dreift til þeirra í gegnum reiknilíkanið Árangurstengd fjármögnun.
21.30 Stuðningur við námsmenn
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Að tryggja námsmönnum sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags |
||
Endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, byggð á mati á framkvæmd nýrra laga sem tóku gildi árið 2020.* |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 2: Jöfn og gagnsæ dreifing á framlagi ríkisins til nemenda og bætt námsframvinda nemenda í háskólum |
||
Markmið 3: Að styðja við öflugt menntakerfi sem er forsenda framfara |
*Verkefnið styður jafnframt við markmið 2 og 3.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.713,2 m.kr. og lækkar um 1.307,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Málaflokkurinn tekur ekki almennum launa- og verðlagsbreytingum.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 1.307 m.kr. vegna þess að lánþegar voru færri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
- Málaflokkurinn ber enga hlutdeild í aðhaldskröfu málefnasviðsins.
21.40 Stjórnsýsla háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Undir málaflokkinn fellur starfsemi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis en einnig falla málefni Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) hér undir. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.002 m.kr. og hækkar um 24 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 115,5 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 29,8 m.kr. á verðlagi ársins 2024 vegna uppfærðrar áætlunar um rekstrartekjur Rannsóknamiðstöðvar Íslands.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 5,8 m.kr.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.