Hoppa yfir valmynd

21 Háskólastig

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra utan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem heyrir undir menningar- og viðskipta­ráðherra. Málefnasviðið skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafn­framt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2024–2026. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Háskólastig

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 21 Háskólastig árið 2025 eru áætluð 69.919,3 m.kr. og aukast um 1.183 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 4.516 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 6,9%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Háskólastig

21.10 Háskólar og rannsóknarstarfsemi

Starfsemi málaflokksins er í höndum fjögurra opinberra og þriggja einkarekinna háskóla, auk rannsóknastofnunarinnar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Undir málaflokkinn fellur einnig Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og starfsemi rannsókna-, fræða- og þekkingarsetra á landsbyggðinni auk Gæðamats íslenskra háskóla, áður Gæðaráðs íslenskra háskóla. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Aukið samstarf háskóla í þágu gæða og samfélags

Efling háskólastigs með aðgerðum til stuðnings sameiningum háskóla, m.a. gegnum háskólasamstæðu.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Framkvæmd verkefna undir hatti „Sam­starfs háskóla“ með sérstakri áherslu á sameiningu háskóla, sameiginlega stoð­þjónustu, uppbyggingu rannsóknainnviða, opin og ábyrg vísindi, aukinn sveigjanleika í námi og alþjóðasamstarf.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Stuðningur við sameiginlegar námsleiðir og prófgráður, innan lands sem á alþjóða­vettvangi, m.a. gegnum Evrópunet háskóla styrkt af Erasmus+ og Horizon Europe.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Aukin gæði náms og námsumhverfis

Innleiðing á Árangurstengdri fjármögnun, nýju líkani sem dreifir fjármunum á milli háskóla. Efling háskólastarfs og aukin samkeppnishæfni í alþjóðlegum saman­burði, með auknu fjárframlagi sem tekur tillit til árangurs í kennslu, rannsókna og annarrar starfsemi í þágu samfélags.*

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

1.400 m.kr.

Uppbygging Húss heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands hjá Nýja Landspítalanum með áherslu á betri innviði og umgjörð rannsókna og náms.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

411 m.kr.

Uppbygging húsnæðis við Háskólann á Hólum, í þágu fiskeldis- og rannsóknar­aðstöðu auk aðstöðu fyrir námsbraut í hestafræði.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

200 m.kr.

Áhersla á aðgengilega háskóla, aukna fjölbreytni og inngildingu nemenda í háskólasamfélaginu með óskertum opinberum framlögum gegn niðurfellingu skólagjalda, aðgerðum til úrbóta á kynja­halla, fjölgun ungra karla í námi sem og greiðara aðgengi fatlaðra. Unnið að fjölgun nemenda á samfélagslega mikilvægum sviðum, s.s. innan heilbrigðis- og STEM-greina.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Innleiðing nýrra viðmiða um æðri menntun og prófgráður, m.a. með eflingu örnáms til að auka sveigjanleika sí- og endur­menntunar háskólamenntaðra.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Breytingar á gjaldtökuheimildum opinberra háskóla til að heimila innheimtu skóla­gjalda af nemendum utan EES-svæðis, til samræmis við önnur Norðurlönd.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

 

Markmið 3: Styrkja rannsóknastarf og umgjörð þess

Rannsóknarhluti Árangurstengdrar fjár­mögnunar hvetur til og umbunar fyrir árangur í rannsóknum. Fjármagni er dreift til háskóla m.t.t. birtingatölfræði, braut­skráninga doktorsnema og árangurs af erlendri styrkjasókn.*

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Aðgerð um sameiginlegar siðanefndir háskóla, m.a. m.t.t. gervigreindar.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Bygging jarðræktarmiðstöðvar við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og matvælaráðuneyti

100 m.kr.

* Nánar er fjallað um Árangurstengda fjármögnun í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 63.204,1 m.kr. og hækkar um 2.466,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 3.217,5 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er fjárheimild málaflokksins aukin um 1.400 m.kr. til að bæta fjármögnun háskóla og fjölga nemendum í háskólum. Fjármagninu er dreift til skólanna í gegnum reiknilíkanið Árangurstengd fjármögnun sem fjallað er ítarlega um í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins.
  2. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 200 m.kr. vegna uppbyggingar húsnæðis fyrir eldis- og rannsóknaraðstöðu fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, auk þess að tryggja betur aðstöðu námsbrautar í hestafræði.
  3. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 100 m.kr. vegna byggingar jarðræktar­miðstöðvar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
  4. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 411 m.kr. vegna uppbyggingar Húss heil­brigðisvísindasviðs Háskóla Íslands sem fjármagnað er með tekjum frá Happdrætti Háskóla Íslands.
  5. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 550 m.kr. vegna aukinna tekna stofnana sem hefur ekki áhrif á framlag ríkisins úr málaflokknum.
  6. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 481,9 m.kr. og þar munar mest um að framlög í varasjóð málefnasviðsins lækka um 145,9 m.kr. Fjár­mögnun háskóla verður ekki fyrir áhrifum af aðhaldskröfunni en fjármagni er dreift til þeirra í gegnum reiknilíkanið Árangurstengd fjármögnun.

21.30 Stuðningur við námsmenn

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að tryggja námsmönnum sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags

Endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, byggð á mati á fram­kvæmd nýrra laga sem tóku gildi árið 2020.*

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Jöfn og gagnsæ dreifing á framlagi ríkisins til nemenda og bætt náms­framvinda nemenda í háskólum

Markmið 3: Að styðja við öflugt menntakerfi sem er forsenda framfara

*Verkefnið styður jafnframt við markmið  2 og 3.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 4.713,2 m.kr. og lækkar um 1.307,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Málaflokkurinn tekur ekki almennum launa- og verðlags­breytingum.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.  

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 1.307 m.kr. vegna þess að lánþegar voru færri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
  2. Málaflokkurinn ber enga hlutdeild í aðhaldskröfu málefnasviðsins.

21.40 Stjórnsýsla háskóla, iðnaðar og nýsköpunar

Undir málaflokkinn fellur starfsemi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis en einnig falla málefni Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) hér undir. Nánar er fjallað um mála­flokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, mark­mið og mælikvarða um árangur o.fl.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 2.002 m.kr. og hækkar um 24 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 115,5 m.kr. 

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.  

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar: 

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 29,8 m.kr. á verðlagi ársins 2024 vegna uppfærðrar áætlunar um rekstrartekjur Rannsóknamiðstöðvar Íslands. 
  2. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 5,8 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta