Hoppa yfir valmynd

20 Framhaldsskólastig

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð mennta- og barnamálaráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Framhaldsskólastig

Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breyting á ramma á milli áranna 2024 og 2025

Heildargjöld málefnasviðs 20 Framhaldsskólastig árið 2025 eru áætluð 49.082,3 m.kr. og aukast um 640,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 3.406,3 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 7,5%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi – Hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Framhaldsskólastig

20.10 Framhaldsskólar

Starfsemi málaflokksins er í höndum 40 opinberra og einkarekinna framhaldsskóla. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Hækka hlutfall nemenda sem ljúka starfs- og tækninámi og jafna kynjadreifingu

Endurskoða framtíðarskipulag og hús­næðiskost framhaldsskóla með það mark­mið að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum og fjölga nemendum í starfs- og tækninámi.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

300 m.kr.

Fjölga nemaplássum og vinna að jafnari kynjadreifingu í starfsnámi.

Mennta- og barnamálaráðuneyti og Nemastofa atvinnulífsins

Innan ramma

Einfalda leiðir eldri nemenda til að fá hæfnimat og ljúka starfsnámi.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

 

Innan ramma

Markmið 2: Fjölga nemendum sem ljúka námi úr framhaldsskóla

Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framhaldsskólum.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Veita sérstakt fjárframlag til framhalds­skóla vegna nemenda í brotthvarfshættu.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Mæla árlegt brotthvarf úr framhaldsskóla og kynna skólastjórnendum.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

 

Innan ramma

Markmið 3: Auka gæði menntunar í framhaldsskólum

Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu á framhaldsskólastigi með áherslu á þjón­ustu, ráðgjöf og stuðning við framhalds­skóla. Þátttaka í þróun miðlægrar staf­rænnar námsgagnaveitu þvert á skólastig.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Innan ramma

Þróun starfa í framhaldsskóla til að mæta þörfum fjölbreyttari nemendahóps í sam­ræmi við faglegar áherslur á hverjum stað og tíma.

Mennta- og barnamálaráðuneyti og Kennarasamband Íslands

Innan ramma

Endurskoðun gæðaviðmiða og fram­kvæmdar ytra mats.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Áframhaldandi þróun reiknilíkans.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

 

Innan ramma

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 47.209,7 m.kr. og hækkar um 490,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 2.693 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Við vinnslu frumvarps til fjárlaga 2025 var stuðst við fyrirliggjandi upplýsingar um nemendatölur. Fyrir 2. umræðu fjárlaga 2025 verða gerðar breytingar á nemendafjöldatölum og fjárveitingum til skóla þar sem þá liggja fyrir betri upplýsingar um skólavist nemenda enda þá nokkuð liðið á skólaárið.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 270 m.kr. vegna fjölgunar nemenda í verk­námi.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 300 m.kr. vegna uppbyggingar verknámsskóla.
  3. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 400 m.kr. vegna aðgerða sem snúa að verkefnum til að efla framhaldsskólakerfið m.a. með eflingu námsgagnagerðar, auka aðgengi að námi og auka stuðning við nemendur innan framhaldsskóla.
  4. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 90,1 m.kr. vegna hækkunar á sértekjum sem hækka um sömu fjárhæð.
  5. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 250 m.kr. vegna millifærslu yfir á málaflokk 18.40 Íþrótta- og æskulýðsmál meðal annars vegna stuðnings við ungt fólk í afreksíþróttum og fleira.
  6. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 42 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður.
  7. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 327,4 m.kr. og lækkar fjárheimild málaflokksins sem því nemur. Skiptist aðhaldið niður á milli verkefna og sjóða innan málaflokksins.

20.20 Tónlistarfræðsla

Um málaflokkinn gilda lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, og taka þau til tónlistarskóla sem reknir eru af sveitarfélögum og annarra sem njóta styrks samkvæmt lögunum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar­skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Heildar­fjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 776,3 m.kr. og tekur ekki breytingum frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 46,2 m.kr.

 

Helstu verkefni 2025

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Aukin gæði tónlistarnáms

Endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Úttekt á framkvæmd aðalnámskrár tónlistarskóla.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Rýni fjárhagslegs samkomulags um stuðning við tónlistarnám og gildandi lagaramma.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

 

Innan ramma

20.30 Vinnustaðanám og styrkir

Tilgangur löggjafar um vinnustaðanámssjóð er að auðvelda nemendum að ljúka tilskildu námi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana af vinnustaðanámi og auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka nemendur á náms- eða starfsþjálfunarsamning. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að markmið og aðgerðir í málaflokki 20.10 Framhaldsskólar eru að hluta til leiðandi fyrir úthlutun námsstyrkja. Árin 2025–2029 verður fylgst með áhrifum rafrænnar ferilbókar á starfsþjálfun og tímalengd hennar með það í huga hvort endurskoða þurfi. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 392,6 m.kr. og hækkar um 150 m.kr. frá fyrri fjárlögum en um er að ræða hækkun á fjárveitingu sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

20.40 Jöfnun námskostnaðar

Undir málaflokkinn falla lög um námsstyrki, nr. 79/2003, sem veittir eru til jöfnunar á fjár­hagslegum aðstöðumun nemenda í framhaldsskólum að því leyti sem búseta veldur þeim misþungri fjárhagsbyrði eða efnaleysi torveldar þeim nám.

Meginmarkmið þessa málaflokks er að stjórnvöld leggi áherslu á jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum. Á árinu verður gerð úttekt á framkvæmd laga um námsstyrki og skoðað hvernig þau þjóna hlutverki sínu. Samhliða verður endurskoðuð reglugerð um námsstyrki, nr. 692/2003.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 703,7 m.kr. en annars tekur málaflokkurinn ekki breytingum frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 26,4 m.kr.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta